Krukkur með mold, mismunandi efni sem brotna niður. Molta í krukku, verkefni úr Hreint haf. landvernd.is

Molta í krukku

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

Molta í krukku er verkefni þar sem við skoðum hvernig efni brotna niður í náttúrunni. Gerum moltu í krukku. Nemendur rannsaka ólík efni og hvernig náttúruleg ferli og niðurbrot eiga sér stað.

Þema: Úrgangur og neysla, lífbreytileiki. 

Fyrir hvern? Leikskólastig, grunnskólastig.

Tími: Verkefnið tekur heila önn.

Markmið
Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á muninum milli niðurbrjótanlegra efna og efna sem brotna ekki niður.

Efni og áhöld
Þú þarft:
Stóra glæra krukku, ílát eða gamalt fiskabúr.
Notast má við rauðkálskrukkur, gömul fiskabúr eða jafnvel víða blómavasa. Lykilatriðið er að efnið sé gagnsætt.

Lífrænt: grænmæti, t.d. hálfa papríku, gúrku

Pappír: Dagblaðaörk

Plast: plastgaffall

Fernur: hluti af mjólkurfernu

Málmar: lok af áldós eða álpappír

Valkvætt: Karsafræ eða chia-fræ.

… og fleira! Látið ykkur endilega detta fleiri efni í hug með nemendunum.

 

Aðferð

Fyllið ílátið með nemendum af mold og hafið tilraunaefnið sýnilegt upp við glerið. Þá má t.d. sjá hvernig paprikan brotnar niður á nokkrum vikum, dagblaðaörk á mánuðum og önnur efni haldast óbreytt.

Tilvalið er að sá t.d. karsa- eða chia-fræjum í moldina til að skoða gróanda í samhengi við niðurbrotið.

Í þessu verkefni skoða nemendur hversu hratt ólík efni brotna niður í jörðinni. Það gera þau með því að fylgjast með niðurbrotsferlinu í gegnsærri krukku. Verkefnið tekur a.m.k. eina skólaönn.

Dæmi um spurningar sem nemendur geta hugleitt á meðan og eftir að ferlið á sér stað:

  • Hvað brotnar fyrst niður?
  • Hvað tekur lengri tíma að brotna niður?
  • Er eitthvað í krukkunni sem helst algjörlega óbreytt?
  • Hvað þykir þér athyglisverðast við athuganir þínar eða ferlið í heild sinni?

Nemendur skrá reglulega hjá sér athuganir sínar yfir önnina.

Verkefnið fylgir nýju námsefni Hreint haf – plast á norðurslóðum sem kemur út hjá Menntamálastofnun og Landvernd á næstunni.

Kynntu þér grænfánann

Menntun til sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar, Landvernd hefur farið með umsjón Grænfánans frá árinu 2001, landvernd.is

Námsefni og verkefnahugmyndir

Stýrihópur grænfánans

GRÆNFÁNINN

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Taktu afstöðu með náttúrunni

Gakktu í lið með Landvernd
Scroll to Top