Hvað er vistheimt?
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.
Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.
Að fara í göngutúr er frábær skemmtun og býður upp á ýmsa möguleika. Það getur verið gaman að brjóta upp gönguna með leikjum eða gera rannsókn á umhverfinu.
Átthagar eru það umhverfi, náttúra og samfélag sem tilheyrir heimabyggð okkar. Hægt er að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Hér má finna námsefni og verkefni sem tilvalið er að leggja fyrir í tengslum við daginn.
Lífið á túndrunni er fjölbreytt og forvitnilegt. Námsefni fyrir yngsta- og miðstig útgefið af Norðurskautsráðinu.
Námsefnið Líf að vori fjallar um allt það sem einkennir vorið á norðurslóðum. Efnið er ætlað yngsta stigi grunnskóla. Fjallað er um árstíðaskipti, farfugla og dýr sem ferðast á milli svæða.