
Ræktun á kartöflum og grænmeti
Að nemendur læra að rækta grænmeti og setja niður kartöflur. Þeir læra um ferlið sem ræktun er og fylgja því eftir og fá tækifæri til þess að matreiða úr uppkerunni. Verkefni fyrir 4-16 ára
Að nemendur læra að rækta grænmeti og setja niður kartöflur. Þeir læra um ferlið sem ræktun er og fylgja því eftir og fá tækifæri til þess að matreiða úr uppkerunni. Verkefni fyrir 4-16 ára
Verkefni þar sem börnin skoða nærumhverfið sitt með vökulum augum. Taka myndir af því og endurskapa það sem þau sáu úr endurnýtanlegum efnivið. Verkefni fyrir 4-10 ára
Í verkefninu fá börnin tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á fjölbreyttan hátt. Börnin fá að kynnast, sögum, þulum og ævintýrum er tengjast nærumhverfi leikskólans. Verkefni fyrir 2-6 ára
Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér 18 bræður í veðri sem kallast „öskudagsbræður“. Þar er átt við að veður haldist eins og á öskudaginn næstu 18 daga á eftir. Börnin gera athugun á þessari tilgátu og fylgjast með veðrinu 18 daga á eftir öskudeginum. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefni sem fær börn til þess að velta fyrir sér mismunandi veðri og læra um mismunandi veðurfyrirbrigði. Verkefni fyrir 3-5 ára
Nemendur teikna myndir af bústöðum fólks og dýra og bera saman frumþarfir.
Nemendur læra um hugtök tengd búsvæðum eins og fæða, vatn, skjól, rými. Verkefni fyrir 6-9 ára
Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára
Nemendur fræðast um mismunandi búsvæði og lífverur innan þeirra. Valið er búsvæði einhverrar lífveru og fundinn staður innan þess. Nemendur þurfa að komast í nána snertingu við búsvæði dýrs eða plöntu sem þeir ímynda sér. Nemendur telja upp einkenni og eiginleika lífverunnar og úr verður einhverskonar ljóð. Verkefnið fyrir 8-12 ára
Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára
Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára
Nemendur teikna mynd af ferli orku frá uppsprettu til nýtingar ásamt þeim umhverfisáhrifum sem fylgja ferlinu. Einnig leita þeir leiða til að gera umhverfinu gagn með eigin orkunotkun og prófa þær leiðir. Verkefnið er fyrir 13-25 ára
Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar.
Nemendur skoða hvað þeir geta gert til að styðja við loftslagið, umhverfið og náttúruna og framkvæma það. Verkefni fyrir 10-16 ára.
Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.
Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.
Að fara í göngutúr er frábær skemmtun og býður upp á ýmsa möguleika. Það getur verið gaman að brjóta upp gönguna með leikjum eða gera rannsókn á umhverfinu.
Átthagar eru það umhverfi, náttúra og samfélag sem tilheyrir heimabyggð okkar. Hægt er að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Hér má finna námsefni og verkefni sem tilvalið er að leggja fyrir í tengslum við daginn.