Þú er hér - Category: Átthagar og landslag

Fjögur börn ganga með skólatösku á baki og sólhatta.

Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni

Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »
Hvað er að finna í nærumhverfi skólans? Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu? Hvar búum við og hvernig komumst við í skólann? Getum við haft samband við fólkið í sem býr og starfar í kringum skólann? Getum við kennt þeim eitthvað eða lært eitthvað af þeim? Getum við haft áhrif á nærumhverfi okkar með einhverjum hætti, t.d. sett okkur í samband við sveitarstjórn ef það er eitthvað sem við viljum koma á framfæri? Hvernig lítur nærumhverfi skólans út? Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur landslagið myndast? Hvernig tengist landslagið sögunni? Hvaða örnefni í nærumhverfinu? Átthagar og landslag eru hluti af þemum Skóla á grænni grein, landvernd.is

Átthagar og landslag

Átthagar eru það umhverfi, náttúra og samfélag sem tilheyrir heimabyggð okkar. Hægt er að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.

SJÁ VERKEFNI »

Líf að vori

Námsefnið Líf að vori fjallar um allt það sem einkennir vorið á norðurslóðum. Efnið er ætlað yngsta stigi grunnskóla. Fjallað er um árstíðaskipti, farfugla og dýr sem ferðast á milli svæða.

SJÁ VERKEFNI »