Haustbingó Landverndar: 16 inni og úti þrautir sem koma þér í betri tengingu við náttúruna.

Haustbingó Landverndar samanstendur af fjölbreyttum þrautum sem hver og einn leysir með sjálfum sér, landvernd.is
Haustbingó Landverndar samanstendur af fjölbreyttum þrautum sem hver og einn leysir með sjálfum sér. Taktu þátt og njóttu þess að fá ferskt loft og betri tengingu við náttúruna og móður jörð.
Hvað heitir rótargrænmetið?
Vex plantan á Íslandi?
Hefur þú smakkað?
Rófur eru hollar og góðar. landvernd.is

Taktu stuttan hlaupasprett á gangstétt og svo grasi.
Finnst þér munur á að hlaupa?
Ef já, þá hvernig?

Sittu rólega úti í náttúrunni og hlustaðu eftir hljóðum í náttúrunni.
Hvaða hljóð heyrðir þú?

Getur þú fundið land með þúfum í þínu nærumhverfi?
Veistu af hverju þúfur myndast?

Haustið er uppskerutími
Nefndu þrjár villtar plöntur úr umhverfi þínu sem eru ætar, eða gefa af sér til matargerðar. ​

Tíndu lauf af þremur mismunandi trjátegundum og finndu út hvað tegundirnar heita. 

Taktu þátt í landssöfnun á birkifræi.
Lesa nánar á
birkiskogur.is​

Tíndu rusl sem hefur verið hent eða fokið út í náttúruna. Hversu mikið rusl tíndir þú? Gættu þess að flokka ruslið.

Getur þú útskýrt af hverju laufblöð skipta um lit á haustin? 

Sittu rólega í tvær mínútur í sólinni með lokuð augun og láta hana verma andlitið. Hvað varstu að hugsa.

Kartöflukarl og kerling

Búðu til kartöflukarl og kerlingu

Fylgstu með einu tré fella laufin sín. Hvað tók það langan tíma og hvenær datt síðasta laufblaðið af?

Borðaðu soðna kartöflu sem var tekin upp fyrir stuttu. Hvað finnst þér um bragðið samanborið við bragð á kartöflu frá sl. hausti. 

Náttúrulist úr náttúrulegum efnivið.

Skapaðu mynd úr náttúrulegum efnivið.

Fylgstu með fugli úti í náttúrunni. Hvað er hann að borða?

Sittu rólega úti í tvær mínútur og hlustaðu á hljóðin í kringum þig. 
Hvað heyrðir þú?