Haust: Leikum með lauf og skoðum árstíðabundnar breytingar í umhverfi okkar. Hvernig lauf má finna í okkar nánasta umhverfi? Hvaða trjám tilheyra þau?
Spjöld með laufum trjáa. Nöfn trjánna á bakhlið, grænfáninn, landvernd.is

Laufaspjöld

Útbúið spjöld með nokkrum tegundum af laufblöðum t.d. birki, reyni og mispli. Gerið nokkur eintök af hverju spjaldi. Gott er að miða við að þau séu a.m.k. jafn mörg og þátttakendur. Farið í gönguferð á náttúrusvæði í nágrenninu. Setjið spjöldin á víð og dreif um svæðið.​

Sýndu eina tegund af spjaldi í einu, krakkarnir fara um svæðið og finna samskonar spjald og afhenda kennaranum.
Hvert barn dregur eitt spjald. Þau eiga ekki að sýna sitt spjald, heldur tala saman og lýsa hvort fyrir öðru hvernig þeirra spjald er (með berjum, fræi, rauð laufblöð) og finna hverjir eru með eins spjald.

Þá myndast þrír hópar, birki, reyni og mispils, hver hópur býr til dans t.d. birkihópur býr til birkidans o.s.fv.. Þegar allir hóparnir eru búnir að sýna sinn dans, þá gera þau kyrrmynd, upplagt að taka mynd af hópunum gera kyrrmynd.

Reynilauf, samsett lauf af reynitré, hvert um sig litlar reynigreinar með nokkrum reynilaufum, landvernd.is

Reynilauf - samsett

Finnið nokkur samsett laufblöð af reynitré, sýnið nemendum laufblaðið, teljið saman hversu mörg laufblöðin eru. Síðan má hoppa, klappa, tvista, stappa, sveifla höndum eins oft og laufblöðin eru mörg. Um að gera að finna fleiri hreyfingar. Þetta má endurtaka með fleiri samsettum laufblöðum.

Tölur á miða, bókstafur aftan á. Þegar börnin raða tölunum í rétta röð birtist nafn á trjátengund.

Tölu - stafa - tré

Útbúið litla miða. Skrifið tölur öðru megin og einn bókstaf í nafni trjátegundar á hina .  Þegar nemendur raða tölunum í rétta töluröð kemur nafnið á trénu í ljós. 

Á heimleiðinni er upplagt að tína nokkur birkifræ og taka þátt í landsátaki í söfnun birkifræja

Verkefnin eru unnin uppúr handbók sem kallast HOB´S Adventure (Hands on biodiversty) og kemur út haustið 2020 á vegum Landverndar. Verkefnið er samvinnuverkefni kennara frá fjórum löndum, Íslandi, Slóveníu, Lettlandi og Eistlandi. Í bókinni eru 40 verkefni þar sem meginþemað er sjálfbærni og lífbreytileiki. Verkefnastjóri: Sigurlaug Arnardóttir