Á tímum þegar ferðalög eiga helst að eiga sér stað innanhúss er mikilvægt að missa ekki tenginguna við náttúruna.
Landvernd og Skólar á grænni grein (grænfáninn) senda landsmönnum því hér skemmtilegt náttúruskoðunarverkefni sem hægt er að inna af hendi innandyra!
Opna verkefni
Náttúruskoðun á heimilinu
Náttúruskoðun innan veggja heimilisins?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað eru náttúruna er líklega ekki heimilið þitt. Trúlega sérðu fyrir þér náttúru í skógum, vötnum og hafi en lífríki getur líka blómstrað innandyra.
Fjölbreytt flóra á heimilum
Á mörgum heimilum er heilmikið lífríki, þar má nefna pottablóm sem gleðja augun og andann. Okkur líður vel innan um blóm, þau eru falleg og græni liturinn hefur róandi áhrif. Græni liturinn tengir okkur við náttúruna og lífríki jarðarinnar.
Plöntur hafa góð áhrif á inniloft og líðan
Má segja að inniplöntur séu sérstaklega mikilvægar á norðlægum slóðum þar sem gróðurinn fer í dvala yfir vetrartímann, þannig tengja þær okkur við náttúruna allan ársins hring. Blóm hvort sem þau eru utan eða innandyra gefa okkur súrefni og hreinsa andrúmsloftið.
Hvaða plöntur búa meðal vor?
Það er gefandi að fylgjast með blómum vaxa og dafna, hugsa um þau, vökva, gefa næringu og grípa inn í þegar á bjátar. Þá er gott að kynna sér hvernig best er að hugsa um þau, einnig er áhugavert að vita hvað blómin heita og hver uppruni þeirra er.
Á að tala við blóm?
Sumir segja að gott sé að syngja eða tala við blóm því þau eru lifandi þó að þau séu ekki manneskjur. Mögulega hefur það jákvæð áhrif að þegar við öndum frá okkur, þá öndum við frá okkur koltvíoxíði, sem plantan notar ásamt vatni til ljóstillífunar!
Opna verkefni
Náttúruskoðun á heimilinu
Sækja og prenta verkefni
Verkefnin eru unnar uppúr handbók sem kallast HOB´S Adventure (Hands on biodiversty) og kemur út vorið 2020 á vegum Landverndar.