Þú er hér - Category: Grunnskólar

Börn úti ásamt kennara að gera æfingar

Þrautabraut

Nemendur fá tækifæri til þess að fara í gegnum þrautabrautir í náttúrunni. Þrautabrautir reyna á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Verkefni fyrir 2-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Vélmenni gert úr tré í grasi

Vélmenni

Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
byggingar, byggingarkranar og náttúra

Hlutverkaleikur – Grænabyggð

Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára

SJÁ VERKEFNI »
heimsmynd með equality setningu

Stígðu fram

Verkefni sem eykur meðvitund nemenda um mismunandi möguleika og aðstæður fólks. Hlutverkaleikur þar sem nemendur tilheyra ákveðnum hópi sem getur haft áhrif á möguleika fólks varðandi lífsgæði og annað. Verkefni fyrir 13-30 ára

SJÁ VERKEFNI »
endurunnninn pappír hangir á bandi

Pappírsgerð

Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »

Umhverfishönnun

Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
nemandi með upprétta hönd í kennslustund

Skólaþing

Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára

SJÁ VERKEFNI »

Grænfánaspæjarar

Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
niðurtætur pappír

Plöntuþrykk

Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

SJÁ VERKEFNI »
matur ásamt zero waste skilti

Núll sóun

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
fersku grænmeti hent í ruslatunnu matarsóun

Vigtun á matarleifum

Hvernig er hægt að mæla matarsóun? Ein leið til þess er að vigta matinn sem sóast. Verkefni sem fær nemendur til þess að átta sig á mikilvægi þess að huga að matarsóun og lágmarka hana. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
matur sem ekkert er að í ruslatunnu matarsóun

Saman gegn sóun

Einum þriðja þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað, því má líkja við að versla inn þrjá poka af mat og henda einum þeirra. Með því að draga úr matarsóun verndum við umhverfið, nýtum við betur auðlindir og spörum pening. Verkefni fyrir 12 – 20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

SJÁ VERKEFNI »
Hollur matur á borði fræ ávextir og grænmeti verkefnakista

Hreyfing og hollusta

Markmið verkefnisins er að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat. Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat. Verkefni fyrir 3-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
krakkahópur með þumalinn upp

Umhverfisvinir

Verklagslýsing fyrir nemendur til þess að þeir geri sér grein fyrir hvað felst í því að vera umhverfisvörður, gert í þeim tilgangi að nemendur átti sig á tilgangi þess að huga að þeim umhverfismálum sem umhverfisverðirnir gera. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Barn í gulum stígvélum að hoppa í polli verkefnakista

Veðurfræðingar – öskudagsbræður

Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér 18 bræður í veðri sem kallast “öskudagsbræður”. Þar er átt við að veður haldist eins og á öskudaginn næstu 18 daga á eftir. Börnin gera athugun á þessari tilgátu og fylgjast með veðrinu 18 daga á eftir öskudeginum. Verkefni fyrir 4-10 ára

SJÁ VERKEFNI »