
Hugleiðingar um hluti
Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.
Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Í verkefninu taka nemendur sig til, hafa áhrif og grípa til aðgerða. Komið þið auga á eitthvað vandamál í ykkar nærumhverfi sem þyrfti að leysa?
Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.
Nemendur greina vandamál, fara í þankahríð og gera hugarkort þar sem þeir velta upp mörgum hliðum og greina svo hversu auðvelt eða erfitt er að leysa vandamálið. Aðferðinni má beita á flest vandamál.
Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur.
Loftslagsbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Bingóspjöld fyrir fimm skólastig.
Stígðu fram er hlutverkaleikur um mannréttindi, loftslagsréttlæti og umhverfismál. Nemendur kanna mun á stöðu fólks eftir búsetu, kyni, stétt eða áhrifum loftslagsbreytinga.
Vitnisburður um loftslagsmál er hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor mismunandi ungmenna í allskonar löndum og velta fyrir sér þeirra upplifun og hugleiðingum varðandi loftslagsbreytingar.
Lífbreytileiki nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni.
Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum
Hvað er örplast? Vissir þú að með því að keyra minna dregur þú úr því magni örplasts sem færi annars út í náttúruna?
Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.
Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra. Hvert fer það?
Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.
Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.
Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.
Árið er 2050 og við höfum náð tökum á loftslagsbreytingum. Í heiminum ríkir friður og það er liðin tíð að mannfólkið taki yfirdrátt á auðlindum jarðar. Hugsanaæfing.
Verndum lífbreytileikann og opnum hótel. Skordýrahótel veitir fyrir pöddum og smádýrum skjól fyrir veðri.
Hversu margar jarðir kallar lífsstíll þinn á? Hve margar jarðir þyrftum við ef allir væru eins og þú? Kynntu þér málið og reiknaðu út þitt vistspor.