Þú er hér - Category: Þema

strákur í jógastöðu

Jóga ævintýraferð

Jógaæfingar með börnum sem stuðla að því að viðhalda styrk og sveigjanleika. Eykur einbeitingu, líkamsvitund, sjálfsábyrgð, sjálfsaga og streitu-stjórnun. Ásamt því að rækta sköpunargáfu, sjálfstraust, félagsfærni og góðvild til annarra. Verkefni fyrir 3-8 ára

SJÁ VERKEFNI »
skeljar og steinar í fjöru

Gullabox – fjölnota box undir gull og gersemar

Verkefni sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá útbúa þau fjölnota box. Verkefni fyrir 2-5 ára

SJÁ VERKEFNI »
mismunandi bangsar upp í hillu

Tuskudýr

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða raunverulegar þarfir sínar,og velta fyrir sér spurningum á borð við: þurfum í raun að eiga allt sem við eigum? Verkefni fyrir 6-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
mynd af bráðnandi klaka með appelsínugulum bakgrunni

Hringrás vatns

Verkefni sem kynnir fyrir börnum birtingarmyndir vatns og hringrás þess. Börnin læra hugtök ásamt því að gera athuganir. Verkefni fyrir 2-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
börn að flokka

Flokkunarleikur

Verkefni þar sem börn fá fræðslu um flokkun og hringrásir efna og læra svo að flokka rétt með því að fara í leik. Verkefni fyrir 3-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
móðir að labba með tvær stelpur

Átthagar barnanna

Verkefni þar sem unnið í samstarfi við heimilin. Börnin læra að þekkja nærumhverfi heimilis síns, s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra. Verkefni fyrir 3-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
börn við moltu

Haugánar

Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
barnahendur að rækta baunir

Ræktum sjálf

Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum

SJÁ VERKEFNI »
Börn úti ásamt kennara að gera æfingar

Þrautabraut

Nemendur fá tækifæri til þess að fara í gegnum þrautabrautir í náttúrunni. Þrautabrautir reyna á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Verkefni fyrir 2-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Vélmenni gert úr tré í grasi

Vélmenni

Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
byggingar, byggingarkranar og náttúra

Hlutverkaleikur – Grænabyggð

Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára

SJÁ VERKEFNI »
heimsmynd með equality setningu

Stígðu fram

Verkefni sem eykur meðvitund nemenda um mismunandi möguleika og aðstæður fólks. Hlutverkaleikur þar sem nemendur tilheyra ákveðnum hópi sem getur haft áhrif á möguleika fólks varðandi lífsgæði og annað. Verkefni fyrir 13-30 ára

SJÁ VERKEFNI »
endurunnninn pappír hangir á bandi

Pappírsgerð

Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »

Umhverfishönnun

Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
einnota plast í allskonar litum og gerðum

plastneysla

Verkefni sem unnið var á leikskólanum Norðubergi í þeim tilgangi að lágmarka alla notkun á plasti í daglegu leikskólastarfi. Markmiðið var að gera börn og fullorðna meðvitaðri um skaðsemi þess fyrir umhverfið. Verkefni fyrir 4-8 ára

SJÁ VERKEFNI »

Grænfánaspæjarar

Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »