Þú er hér - Category: Þema

haust laufblöð

Haustið

Börnin skoða breytingar sem verða í náttúrunni þegar það haustar. Fá tækifæri til þess nýta náttúruna í sköpun og njóti útiveru að hausti til. Verkefni fyrir 3-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
niðurtætur pappír

Plöntuþrykk

Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

SJÁ VERKEFNI »
matur ásamt zero waste skilti

Núll sóun

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
fersku grænmeti hent í ruslatunnu matarsóun

Vigtun á matarleifum

Hvernig er hægt að mæla matarsóun? Ein leið til þess er að vigta matinn sem sóast. Verkefni sem fær nemendur til þess að átta sig á mikilvægi þess að huga að matarsóun og lágmarka hana. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
matur sem ekkert er að í ruslatunnu matarsóun

Saman gegn sóun

Einum þriðja þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað, því má líkja við að versla inn þrjá poka af mat og henda einum þeirra. Með því að draga úr matarsóun verndum við umhverfið, nýtum við betur auðlindir og spörum pening. Verkefni fyrir 12 – 20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Skilti með setningunni við viljum hreint loft

Slökktu á bílnum – skilti

Verkefnið vinnur að því að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif ökutækja á umhverfið. Börnin búa til sýnileg skilaboð fyrir akandi umferð og bíla í biðstöðu fyrir utan skólann. Verkefni fyrir 1-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
Hollur matur á borði fræ ávextir og grænmeti verkefnakista

Hreyfing og hollusta

Markmið verkefnisins er að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat. Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat. Verkefni fyrir 3-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
stelpur að leiðast í´göngu í skógi verkefnakista

Átthagarnir okkar

Í verkefninu fá börnin tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á fjölbreyttan hátt. Börnin fá að kynnast, sögum, þulum og ævintýrum er tengjast nærumhverfi leikskólans. Verkefni fyrir 2-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
Barn í gulum stígvélum að hoppa í polli verkefnakista

Veðurfræðingar – öskudagsbræður

Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér 18 bræður í veðri sem kallast “öskudagsbræður”. Þar er átt við að veður haldist eins og á öskudaginn næstu 18 daga á eftir. Börnin gera athugun á þessari tilgátu og fylgjast með veðrinu 18 daga á eftir öskudeginum. Verkefni fyrir 4-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
skissumynd af stól - verkefnakista

Stóla hönnun

Nemendur vinna í hóp að því að hanna og útbúa stól úr endurunnum efnum útfrá þremur orðum sem þau draga, tveimur lýsingarorðum og einu nafnorði. Verkefni fyrir 12-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
Ræktun á baunagrasi og grasi - verkefnakista

Hringrás efna og ræktun

Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

SJÁ VERKEFNI »
Holtasóley er þjóðarblóm Íslendinga, landvernd.is

Tap á búsvæðum

Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).

SJÁ VERKEFNI »
Ágengar tegundir lúpína kerfill fura Erling Ólafsson landvernd.is

Ágengar framandi lífverur

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Tap á lífbreytileika lífbreytileiki Ari Yates , landvernd.is

Tap á lífbreytileika

Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.

SJÁ VERKEFNI »