Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. Í þessu verkefni skoða nemendur raunverulega stærð steypireyðar. Verkefnið er tilvalið í útnám og útikennslu.
Þemu
Lífbreytileiki, vatn, hafið.
Tími
40 mínútur
Hvar?
Á skólalóð
Markmið
Að nemendur
-greini á milli stórra og smárra lífvera í hafinu og segi frá stærstu lífveru sem hefur lifað á jörðinni.
-sýni fram á stærð steypireyðar með því að setja hana í samhengi við stærð skólalóðarinnar.
Lykilspurningar
Hversu stór er steypireyður í raun og veru?
Hversu stór er hún í samanburði við aðra hvali?
Hversu stórar eru lífverurnar sem búa í hafinu?
Aðferð
Steypireyður er hvalur. Hvalir eru spendýr, sem merkir að afkvæmi þeirra eru hærð og drekka mjólk, líkt og við menn.
Kvendýrið getur orðið 25 metra langt sem er jafn langt og meðal sundlaug!
Skoðum raunstærð steypireyðar
Gott er að vera utandyra og með málband þegar stærð steypireyðar er skoðuð nánar.
Byrjum á að mæla 25 metra með málbandi.
Höldumst í hendur og myndum keðju. Ath. sleppið þessu á COVID tímum. Hve margir nemendur eru jafn langir og steypireyður?
Hægt er að kríta línu sem sýnir hversu löng steypireyður er.
Aðrir hvalir
Hvað eru hrefna, búrhvalur og hnúfubakur langir hvalir? Hægt er að merkja lengdir hvalanna á skólalóðina með krít og bera saman.
Önnur dýr?
Hversu “stór” eru önnur dýr sem nemendur hafa áhuga á? Skoðið t.
Aukaverkefni
Hjartsláttur
Hjarta steypireyðar slær 8-10 sinnum á mínútu. Hve hratt slær hjartað þitt á mínútu?
En músar?
Hvað ætli útskýri þennan mun?
Verkefnið fylgir námsefninu Hreint haf.