Náttúran í umhverfi skólans #DÍN

krakkar að leiðast úti í náttúrunni, landvernd.is
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru #DÍN gera nemendur útilistaverk. Verkefnið er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskóla.

Nemendur vinna að útilistaverki sem á að standa sem minnisvarði um mikilvægi náttúrunnar. Efnisviður eru náttúrulegir hlutir í nærumhverfi skólans. Verkefni fyrir yngri nemendur á Degi íslenskrar náttúru.

Markmið verkefnisins að kynnast náttúrunni á skólalóðinni eða í næsta nágrenni skólans á einfaldan hátt og vekja athygli á því að þar er margt hægt að sjá og skoða. Ekki er þörf á neinum búnaði en það gæti verið gaman að skrá niður það sem nemendur upplifa.

Markmið:

  • Auka meðvitund, áhuga og þekkingu nemenda á nærumhverfi sínu.
  • Hvetja til umræðna um samspil manns og náttúru.
  • Kveikja áhuga nemenda á frekari náttúruskoðun og þekkingarleit.
  • Nota efnivið eða myndefni úr náttúruskoðuninni til frekari rannsókna, sköpunar eða miðlunar.

Verkefnið skiptist í tvo hluta.

Fyrri hluti

Náttúrustaðir í nærumhverfi skólans 

Veljum stað til að heimsækja

Umræðuverkefni – Allur hópurinn

Getið þið nefnt náttúrustaði sem eru í nærumhverfi skólans?
Staðirnir mega vera í villtri náttúru eða manngerðir. Hópurinn safnar öllum stöðunum sem nefndir eru á töflu eða stórt blað með aðstoð kennara.

Getið þið nefnt einkenni þessara staða? Hvernig líta þeir út? Eru þeir fallegir? Hverjir nota og umgangast þessa staði? T.d fólk, dýr, skordýr. Er eitthvað sem ógnar þeim eða gæti eyðilagt þá?

Hvað af þessum stöðum væri áhugavert og gerlegt að heimsækja í næsta tíma og búa til minnisvarða í um mikilvægi náttúrunnar?

Seinni hluti

Minnisvarði um mikilvægi náttúrunnar

Skúlptúragerð/útilistaverk í nágrenni skólans 

Nemendur vinna í 3-4 manna hópum

Nemendur fara á staðinn sem bekkurinn valdi til að vinna saman að útilistaverki. Hægt er að skipta nemendum í smærri hópa ef það hentar betur. Verkið á að vera skúlptúr sem er minnisvarði um mikilvægi náttúrunnar og hvað við erum þakklát fyrir hana.
Nemendur mega vinna með hvaða náttúrulegu efni sem þeim dettur í hug, bæði efni sem þeir finna á staðnum og sem þeir taka með sér. Við gerð minnisvarðans látum við ímyndunaraflið ráða ferðinni.
Dæmi um efni og aðferðir sem hægt er að nota: Steinar, greinar, allskonar lauf, gras, blóm, sandur, notaður textíll úr gömlum fötum, þráður, náttúrulegur leir, afgangs spýtur og matvæli.
Hægt er að raða, hlaða upp, grafa holur, búa til mynstur í sand og mold eða með steinum, laufum, grasi, blómum og greinum. Hægt er að þræða hluti saman, vefja utanum eða líma saman með leir. Hægt er að nota umhverfisvæna málningu til að mála steina, spýtur eða textíl. Hægt er að skrifa orð, texta eða slagorð og útbúa skilti sem tengjast minnisvarðanum.

Skoða fleiri verkefni

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert, landvernd.is

Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2021

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.
Manneskja horfir yfir hraunbreiðu á sólsetur á Íslandi, landvernd.is

Náttúra Íslands á undir högg að sækja

Náttúra Íslands er fögur, stórbrotin og gjöful, en á undir högg að sækja. Látum Dag íslenskrar náttúru minna okkur á að enn er verk að ...
krakkar að leiðast úti í náttúrunni, landvernd.is

Náttúran í umhverfi skólans #DÍN

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru #DÍN gera nemendur útilistaverk. Verkefnið er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskóla.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert, landvernd.is

Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2020

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.