Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2020

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert, landvernd.is
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.

Skólafólk er hvatt til að gera sér dagamun á Degi íslenskrar náttúru og vinna verkefni með nemendum.

Verkefnin vekja nemendur til umhugsunar um náttúruna, mikilvægi hennar og okkar áhrif á hana.

Verkefnalýsingar og leiðbeiningar fyrir kennara.
Í þessum verkefnum ætlum við að hugsa um náttúruna, mikilvægi hennar og okkar áhrif á hana. Hvers við óskum okkur í framtíðinni varðandi náttúruna og hvað erum við þakklátt fyrir.
Í verkefnunum notum við ólík listform í sköpun til heiðurs náttúrunni.

Hér á eftir fara þrjár verkefnalýsingar, ein fyrir hvert stig grunnskólans. Allar eiga það sameiginlegt að náttúran í næsta nágrenni skólans er notuð sem innblástur fyrir listsköpun. Oft dugar að fara út á skólalóð en einnig má fara á svæði í nágrenni skólans í þægilegri göngufjarlægð. Mælt er með því að góð svæði fyrir útivinnu séu kortlögð fyrir fram og þeim síðan skipt á milli þeirra bekkja/hópa sem vinna verkefnin á sama tíma. Best er ef hver bekkur/hópur geti verið út af fyrir sig eins og hægt er.

Yngsta stig: Náttúran í umhverfi skólans.
Nemendur skapa skúlptúr úr náttúrulegum hlutum í nærumhverfi skólans.

Miðstig: Saga úr náttúrunni.
Nemendur semja sögur og sækja sér innblástur úr nærumhverfi skólans.

Unglingastig: Umhverfið í gegnum linsuna

Nemendur taka ljósmyndir í nærumhverfi skólans.

Miðað er við að verkefnin taki 2-3 kennslustundir og það er í höndum hvers og eins skóla að ákveða hópaskiptingu. Verkefnin krefjast almennt ekki mikils undirbúnings af hálfu kennara en mælt er með að kennarar kynni sér þau vel.
Kennarar eru hvattir til þess að nota verkefnið á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september. Hafi skólinn/bekkurinn þegar gert aðrar ráðstafanir til að halda upp á daginn er sjálfsagt að nýta verkefnið síðar og/eða endurtaka það, til dæmis næsta vor þegar umhverfi skólans tekur mið af annarri árstíð.

Eftirfarandi spurningar er gott að hafa í huga í vinnu við verkefnið:

  • Hver er munurinn á manngerðri náttúru og villtri náttúru?
  • Hefur náttúran bara jákvætt gildi ef við manneskjur höfum aðgang að henni?
  • Hvert er mikilvægi náttúrunnar?
  • Hvað erum við þakklátt fyrir? (t.d. loft, fæða, heimkynni okkar, fegurð)
  • Hvað gerir maðurinn sem hefur neikvæð áhrif á náttúruna?

Markmið þessa verkefnis er margþætt en með því má til dæmis:
Auka meðvitund, áhuga og þekkingu nemenda á nærumhverfi sínu.
Hvetja til umræðna um samspil manns og náttúru.
Kveikja áhuga nemenda á frekari náttúruskoðun og þekkingarleit.
Nota efnivið eða myndefni úr náttúruskoðuninni til frekari rannsókna, sköpunar eða miðlunar.

Sækja verkefnahefti

Að útgáfu námsefnisins standa Landvernd í samstarfi við Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.:

Áður útgefið námsefni fyrir
Dag íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert, landvernd.is

Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2021

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.
Manneskja horfir yfir hraunbreiðu á sólsetur á Íslandi, landvernd.is

Náttúra Íslands á undir högg að sækja

Náttúra Íslands er fögur, stórbrotin og gjöful, en á undir högg að sækja. Látum Dag íslenskrar náttúru minna okkur á að enn er verk að ...
krakkar að leiðast úti í náttúrunni, landvernd.is

Náttúran í umhverfi skólans #DÍN

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru #DÍN gera nemendur útilistaverk. Verkefnið er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskóla.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur þann 16. september ár hvert, landvernd.is

Dagur íslenskrar náttúru #DÍN 2020

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.