Reynisdrangar í Mýrdalshreppi eru einstök náttúruperla sem Mýrdalshreppur þarf að vernda

Einstök náttúruverðmæti í Mýrdalshrepp

Aðalskipulag Mýrdalshrepps þarf að taka mið af þeim einstöku náttúruverðmætum sem í hreppnum eru. Mjög varlega þarf að fara við allar framkvæmdir eins og veglagningu til þess að skerða ekki náttúruverðmæti.

Umsögn Landverndar um Mýrdalshreppur, Endurskoðun aðalskipulags 2019-2031 SKIPULAGSLÝSING, júní 2020

Sent í tölvupósti 7. september 2020 bygg (hjá) vik.is

Stjórn Landverndar þakkar fyrir að fá tækifæri til að leggja fram ábendingar vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Mýrdalshrepps.

Einstök náttúruvermæti

Í Mýrdalshreppi er gróðursæld, frjósemi og fjölbreytni í gróður- og fuglalífi mikil. Veðurfar er einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri. Í Reynisfjalli og Dyrhóley eru þekkt kennileiti og búsvæði fjölda fuglategunda. Austan undir Reynisfjalli dafna ótal mörg afbrigði blóma- og grastegunda en hvergi annars staðar á landinu vaxa jafn margar tegundir á einum stað. Ströndin í Vík og Reynisfjara eru taldar meðal fegurstu stranda Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda-og auglýsingagerðarmanna, bæði innlendra og erlendra. Hafnleysa er í öllum Mýrdalnum og því sjósókn æði torsótt1.

Dyrhólaey er friðland og fjögur svæði í Mýrdalshreppi eru á náttúruminjaskrá2, eins tilgreint er á bls. 26. og 27 í skipulagslýsingunni eru það Dyrhólaós, Loftsalahellir, Reynisdrangar og Reynisfjall.

  • Dyrhólaós og grunnsævi vegna sjávarleira, þær einu á Suðurlandi, með sérstæðum lífsskilyrðum3.

  • Loftsalahellir vegna sögustaðar og sérstæðrar hellamyndunar í móbergshamri syðst í Geitafjalli.

  • Reynisdrangar og syðsti endi Reynisfjalls vegna fjölbreyttra stuðlabergsmyndana og hellisskúta.

  • Reynisfjall vegna gróskumikilla hlíða suðaustanvert í fjallinu.

Reynisfjara öll upp að vestan að efstu brúnum að Görðum, suður fyrir fjallið að Króktofuhaus, ásamt Reynisdröngum og grunnsævi í Dyrhólaósi eru á náttúruminjaskrá.

Framangreind lýsing er til vitnis um að það eru mikil náttúruverðmæti í Mýrdalshreppi. Ábyrgð íbúa og sveitarfélags er því mikil, að vernda og nýta þessi gæði með sjálfbærum hætti. Þetta er minjar sem rétt þykir að vernda skv. náttúruverndarlögum. Er ekki tímabært að vinda sér í það verkefni nú?

Náttúrvernd er uppspretta atvinnu

Fjöldi ferðamanna á svæðinu er enn ein staðfestingin á því hve náttúruarfur Mýrdælinga er verðmætur. Eins og segir á bls. 17 í skipulaglýsingunni „ljóst er að náttúrufegurð er helsta aðdráttarafl Mýrdalshrepps fyrir ferðamenn“. Þetta ber að hafa í huga þegar ráðgerðar eru framkvæmdir sem valda verulegum spjöllum á umhverfinu og náttúrufegurð þess.

Nýtt vegastæði fyrir hringveginn

Á bls. 19 í skipulagslýsingu segir „Að teknu tilliti til ávinnings og umhverfisáhrifa vegna færslu Hringvegar telur Sveitarstjórn Mýrdalshrepps að hagsmunir séu meiri við að færa Hringveginn og byggja jarðgöng um Reynisfjall, en með því verður hann greiðfær láglendisvegur í stað vegar um hættulegar brekkur og misvindasamt svæði.“

Stjórn Landverndar telur að gangi framangreind áform eftir muni náttúruskoðun í Víkurfjöru skerðast verulega við nálægð þjóðvegar og tilheyrandi röskun á strandlengjunni. Gamla Víkurþorpið hverfur á bak við hljóðvistarmanir eða veggi af umferð út úr göngunum sunnan við þorpið, sem nýlega var samþykkt af menntamálaráðherra sem Verndarsvæði í byggð.

Í skipulagslýsingunni segir að ný veglína hafi ekki veruleg áhrif á svæði á Náttúruminjaskrá, búsvæði fugla og ræktanlegt land. Ekki er tilgreint á hvaða svæði þessi niðurstaða byggir og stjórn Landverndar hefur miklar efasemdir um að þessi fullyrðing standist skoðun4. Vinna þarf vandað mat á umhverfisáhrifum þessara áform sem byggir á faglegum vinnubrögðum en ekki óskhyggju.

Stjórn Landverndar tekur undir að lagfæra þarf núverandi þjóðveg um Mýrdal og huga vel að umferðaröryggi þar sem vegurinn fer um Gatnabrún og vegna vindstrengja við austanvert Reynisfjalla. Skv. nýrri samgönguáætlun eru slíkar framkvæmdir ráðgerðar.

Styrkja vernd Dyrhólaeyjar og umhverfis hennar

Stjórn Landverndar hefur nýlega fjallað um tillögu að verndar og stjórnunaráætlun fyrir Dyrhólaey5. Í umsögn sinni segir stjórnin m.a. að verndargildi Dyrhólaeyjar sé hátt og því mikilvægt að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða. Einsök fjallasýn, klettar og björg, víðfeðm sandströnd, votlendi og ós. Allt þetta skapar heild sem þarf að stand vörð um. Gott aðgengi og sú gestakoma sem því fylgir eru einnig verðmæti. Menningarminjar eru einnig nokkrar sem veita innsýn í mannlífið í Mýrdal fyrr á tímum þegar lífsbjörg var sótt í sjó og björg við erfiðar aðstæður. Þá segir einnig að nærliggjandi svæði, Dyrhólaós, leirur og votlendið þar fyrir norðan, eru mikilvægur hluti af vistkerfinu og upplifun gesta á svæðinu. Mikilvæg fuglabúsvæði eru á og við Dyrhólaós og umhverfi hans með leirum og lækjum. Þessi hluti svæðisins er í dag utan marka friðlýsingar. Á Ósnum dvelja gæsir í fjaðrafelli. Um fartímann á haustin safnast á ósinn gæsir og álftir sem taka sig upp við fyrstu dagsbirtu og hefja flugið suður á bóginn, sem er tilkomumikil sjón6. Áform um mannvirki á þessu svæði í nýlegra samþykktri samgönguáætlun [innskot: og í gildandi aðalskipulagi] eru þess eðlis að það er í raun í yfirvofandi hættu.

Loftslagsbreytingar og sjávarstaða

Stór hluti þéttbýlisins í Vík, sem tók að myndast á láglendi við lok 19. aldar en ekki þeirrar 18. eins og segir á bls. 9 í skipulagslýsingunni, er nálægt ströndinni og landhæðin er lítil. Stjórn Landverndar telur mikilvægt að fjalla um hvernig loftslagsbreytinga og hækkun sjávarborðs getur haft áhrif á búsetuskilyrði í Vík.

Að lokum má vísa í ábendingar Landverndar þegar gildandi aðalskipulag var til umfjöllunar7.

Virðingarfyllst,

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

  1. Þessa lýsingu er að finna í skýrslu Vegagerðarinnar um Hringveg um Mýrdal frá 2008.
  2. Á Náttúruminjaskrá eru minjar sem ástæða þykir til að friðlýsa samkvæmt náttúruverndaráætlun eða landsvæði, náttúrumyndanir og lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi sem rétt þykir að vernda.
  3. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd njóta sjávarfitjar og leirur vendar.
  4. Sjá skýrslu Environice um þetta efni frá árinu 2011.
  5. Umsögn Landverndar um Dyrhólaey, friðland, Mýrdalshreppur, Stjórnunar- og verndaráætlun 2020-2029, dagsett 13. Ágúst 2020. https://landvernd.is/einstakar-natturuperlur-eins-og-dyrholaey-tharfnast-verndar/
  6. Sjá nánari lýsingu í skýrslunni Fuglalíf við Dyrhólaós í Mýrdal, Jóhann Óli Hilmarsson, apríl 2013.
  7. https://landvernd.is/umsogn-um-drog-ad-adalskipulagi-myrdalshrepps/

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.