Dyrhólaey. Gatklettur sem gengur út í hafið. landvernd.is

Einstakar náttúruperlur eins og Dyrhólaey þarfnast verndar

Verndargildi Dyrhólaeyjar er hátt. Í umsögn sinni bendir stjórn Landverndar á að mikilvægt er að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða líkt og Dyrhólaóss og aðliggjandi leira og votlendis.

Stjórn Landverndar telur að verndargildi Dyrhólaeyjar sé hátt og því mikilvægt að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða. Mörk friðlandsins þarf að endurskoða þannig að það nái til Dyrhólaóss sem og aðliggjandi leira og votlendis. Þannig myndast meiri samfella í landslagi, fjölbreytni vistgerða eykst til muna og verndun Dyrhólaeyjar styrkist.

Umsögn Landverndar um stjórnunar- og verndaráætlun 2020-2029 fyrir
Dyrhólaey, friðland, Mýrdalshreppur.

Stjórn Landverndar fagnar framkominn tillögu um stjórnunar og verndaráætlun fyrir Dyrhólaey.

Stjórn Landverndar telur að verndargildi Dyrhólaeyjar sé hátt og því mikilvægt að efla verndun svæðisins og aðliggjandi svæða. Einstök fjallasýn, klettar og björg, víðfeðm sandströnd, votlendi og ós. Allt þetta skapar heild sem þarf að stand vörð um. Gott aðgengi og sú gestakoma sem því fylgir eru einnig verðmæti. Menningarminjar eru einnig nokkrar sem veita innsýn í mannlífið í Mýrdal fyrr á tímum þegar lífsbjörg var sótt í sjó og björg við erfiðar aðstæður.

Stjórn Landverndar tekur undir að ástæða er til að endurskoða auglýsingu um friðlandið Dyrhólaey. En meira þarf til. Það þarf að huga að því hvort mörkum friðlandsins séu fullnægjandi.

Dyrhólaós, votlendi og leirur við Dyrhólaey, landvernd.is

Dyrhólaós, leirur og votlendi þarfnast verndar

Nærliggjandi svæði, Dyrhólaós, leirur og votlendið þar fyrir norðan, eru mikilvægur hluti af vistkerfinu og upplifun gesta á sævðinu. Mikilvæg fuglabúsvæði eru í Dyrhólaós og umhverfi hans með leirum og lækjum. Þessi hluti svæðisins er í dag utan marka friðlýsingar. Á ósnum dvelja gæsir í fjaðrafelli. Um fartímann á haustin safnast á ósinn gæsir og álftir sem taka sig upp við fyrstu dagsbirtu og hefja flugið suður á bóginn, sem er tilkomumikil sjón 1. Áform um mannvirki á þessu svæði, sem lýst er í nýlegra samþykktri samgönguáætlun, eru þess eðlis að það er í raun í yfirvofandi hættu. Nú gæti verið lag til að bæta úr því. Með því að bæta Dyrhólaós sem og aðliggjandi leirum og votlendi við friðlýsinguna myndast meiri samfella í landslag og fjölbreytni vistgerða eykst til muna. Það mun bæta verndun svæðisins og Dyrhólaeyjar sjálfrar verulega.

Sinna þarf aðliggjandi svæðum

Stjórn Landverndar minnir á að við rannsóknir og vöktun er nauðsynlegt að sinna vel aðliggjandi svæðum en ekki binda þær eingöngu við Dyrhólaey eina.

Þar sem Dyrhóaley er vinsæll áningarstaður er nauðsynlegt að huga vel að aðkomu og upplifun gesta. Gestir sem ekki þekkja til aðstæðna getur staðið hætta af ölduróti og klettum. Undanfarin ár hefur margt verið gert til auka öryggi gesta og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut.

Bygging bílastæðis og salerna á Lágey er umdeild framkvæmd. Það hefði mátt sjá fyrir sér aðrar leiðir til að mæta brýnni þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Nú þarf að taka skynsamlega á aðgengi og þjónustu við gesti að Háey. Svæðið þolir ekki mikla umferð og það kemur vel fram í tillögunni. Almenn umferð 4×4 bíla upp á Háey raskar friðsæld og eykur óþarfa álag. Slíka umferð ber að forðast í framtíðinni. Í tillögu er gert ráð fyrir að umferð gesta þar verði aðalega bundin við skilgreindar gönguleiðir og áningarstaði, en önnur umferð fari ekki inn á svæðið með öðrum hætti án leyfis Umhverfisstofnunar. Þetta fyrirkomulag gæti útlokað marga gesti frá að njóta útsýnis og náttúrupplifunar á Háeyju. Að þessu þarf að hyggja. Hugsanleg lausn væri að koma á vistvænum almenningssamgöngum frá Lágeyju upp á Háeyju. Landvernd hvetur Umhverfisstofnun til að skoða þennan möguleika og ræða við hagaðila um þá lausn.

Virðingarfyllst,
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

1Sjá nánari lýsingu í skýrslunni Fuglalíf við Dyrhólaós í Mýrdal, Jóhann Óli Hilmarsson, apríl 2013.

Nýlegar umsagnir

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira
Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira
Niðurdæling Co2

Niðurdæling Co2

Coda terminal hyggst nýta auðlindir Íslands í jörðu og farga úrgangi frá iðnaði í Evrópu. Skoða þarf verkefnið út frá umhverfisrétti í ljósi þess að viðtakinn kann að falla í flokk sem takmörkuð auðlind.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top