
Haugánar
Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.

Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.

Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum

Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára

Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri

Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

Verkefni sem unnið var á leikskólanum Norðubergi í þeim tilgangi að lágmarka alla notkun á plasti í daglegu leikskólastarfi. Markmiðið var að gera börn og fullorðna meðvitaðri um skaðsemi þess fyrir umhverfið. Verkefni fyrir 4-8 ára

Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára

Nemendur læra að gera pappírsskálar úr endurnýtum prófum sem búið er að tæta niður. Skálina má fylla með góðgæti og þannig fá allir gott úr prófum. Verkefni fyrir 6-16 ára

Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.

Að nemendur læra að rækta grænmeti og setja niður kartöflur. Þeir læra um ferlið sem ræktun er og fylgja því eftir og fá tækifæri til þess að matreiða úr uppkerunni. Verkefni fyrir 4-16 ára

Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

Hvernig er hægt að mæla matarsóun? Ein leið til þess er að vigta matinn sem sóast. Verkefni sem fær nemendur til þess að átta sig á mikilvægi þess að huga að matarsóun og lágmarka hana. Verkefni fyrir 12-20 ára

Einum þriðja þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað, því má líkja við að versla inn þrjá poka af mat og henda einum þeirra. Með því að draga úr matarsóun verndum við umhverfið, nýtum við betur auðlindir og spörum pening. Verkefni fyrir 12 – 20 ára

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

Verklagslýsing fyrir nemendur til þess að þeir geri sér grein fyrir hvað felst í því að vera umhverfisvörður, gert í þeim tilgangi að nemendur átti sig á tilgangi þess að huga að þeim umhverfismálum sem umhverfisverðirnir gera. Verkefni fyrir 6-12 ára

Nemendur vinna í hóp að því að hanna og útbúa stól úr endurunnum efnum útfrá þremur orðum sem þau draga, tveimur lýsingarorðum og einu nafnorði. Verkefni fyrir 12-15 ára

Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri