Þú er hér - Category: Sjálfbærni

Holtasóley er þjóðarblóm Íslendinga, landvernd.is

Tap á búsvæðum

Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).

SJÁ VERKEFNI »
Ágengar tegundir lúpína kerfill fura Erling Ólafsson landvernd.is

Ágengar framandi lífverur

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Tap á lífbreytileika lífbreytileiki Ari Yates , landvernd.is

Tap á lífbreytileika

Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.

SJÁ VERKEFNI »
endurunninn pappír

Pappírsgerð

Skemmtilegt verkefni sem fær börnin til þess að átta sig á hægt er að endurvinna pappír og skapa úr honum eitthvað nýtt. Hentar 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
heimasaumaður fjölnota kanínupoki

Töskusaumur

Verkefni sem stuðlar að minni notkun á plastpokum, nemendur hafa áhrif á nærumhverfið sitt og hvetur aðila innan þess til þess að huga að náttúruauðlindum og umhverfi. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
skissuteikning af kjól

Tískusýning

Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.

SJÁ VERKEFNI »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

SJÁ VERKEFNI »
manneskja að njóta sólseturs æuti í náttúrunni

Staðurinn minn

Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
einstaklingur að skrifa í dagbók í náttúrunni

Náttúruorð – Vasabók

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

SJÁ VERKEFNI »
nestisbox úr áli

Skólanestið

Nemendur velta fyrir sér matvælum sem oft leynast í nestisboxinu. Skoða hvernig hægt er að velja nesti með tilliti til umhverfisins. Nemendur skoða meta matarsóun, hver nemandi reiknar einnig út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Verkefnið hentar 10-16 ára

SJÁ VERKEFNI »
kona horfir til fjalla

Náttúruljóð

Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Skapandi skil. Nemendur velja þá leið sem þeir fara í að miðla efni sem þeir læra um, hvort sem það er myndasaga, lag, ljóð eða jafnvel hlaðvarp. landvernd.is

Skapandi skil

Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.

SJÁ VERKEFNI »
Blýantar, skæri og fleira föndurdót, landvernd.is

Jólasmiðja á leikskóla

Á leikskólanum Akraseli búa börnin á elstu deild til jólagjafir fyrir foreldra. Þau nota frumkvæði og sköpunarkraft til að búa til gjafir úr endurnýtanlegan efnivið sem til fellur í skólanum. Verkefni fyrir 5-12 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Konur í verslunarferð, landvernd.is

Hafðu það gott um jólin – Skoðum jólaauglýsingar

Hér skoðum við hvernig jólaauglýsingar höfða til okkar og fá okkur til að kaupa hluti fyrir jólin. Þeir sem auglýsa vilja að fólk upplifi að það vanti, þurfi eða langi í eitthvað. Að eitthvað sé ómissandi eða þetta sé rétta gjöfin fyrir þennan og hinn. Verkefni fyrir 12-16 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
júlakúla með mynd af jörðinni, landvernd.is

Hvernig eru græn jól?

Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »