Þú er hér - Category: 15. Líf á landi

Holtasóley

Plöntuskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í plöntuskoðun og læra að þekkja innlendar íslenskar plöntur í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi plantna í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Skógarþröstur

Fuglaskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í fuglaskoðun og læra að þekkja fugla og fuglahljóð í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi fugla í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.

SJÁ VERKEFNI »
lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Sími að taka mynd af náttúru

Ljósmynd/hugmynd

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
byggingar, byggingarkranar og náttúra

Hlutverkaleikur – Grænabyggð

Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára

SJÁ VERKEFNI »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

SJÁ VERKEFNI »
Barn í gulum stígvélum að hoppa í polli verkefnakista

Veðurfræðingar – öskudagsbræður

Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér 18 bræður í veðri sem kallast “öskudagsbræður”. Þar er átt við að veður haldist eins og á öskudaginn næstu 18 daga á eftir. Börnin gera athugun á þessari tilgátu og fylgjast með veðrinu 18 daga á eftir öskudeginum. Verkefni fyrir 4-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
Ræktun á baunagrasi og grasi - verkefnakista

Hringrás efna og ræktun

Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

SJÁ VERKEFNI »
Holtasóley er þjóðarblóm Íslendinga, landvernd.is

Tap á búsvæðum

Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).

SJÁ VERKEFNI »
Ágengar tegundir lúpína kerfill fura Erling Ólafsson landvernd.is

Ágengar framandi lífverur

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Tap á lífbreytileika lífbreytileiki Ari Yates , landvernd.is

Tap á lífbreytileika

Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.

SJÁ VERKEFNI »