Þú er hér - Category: Loftslagsbreytingar

plöntur að vaxa í mold

Hvað þurfa plöntur?

Verkefni þar sem nemendur þjálfast í því að átta sig á fjölbreytileika plantna og nauðsynlegum skilyrðum svo þær geti vaxið og dafnað. Verkefni fyrir 5-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
samfélagsmiðlar logo

Tísku áhrifavaldar

Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára

SJÁ VERKEFNI »
hröð tíska fullt af fötum á fataslá

Hröð og hæg tíska

Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
börn að flokka

Flokkunarleikur

Verkefni þar sem börn fá fræðslu um flokkun og hringrásir efna og læra svo að flokka rétt með því að fara í leik. Verkefni fyrir 3-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
börn við moltu

Haugánar

Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
barnahendur að rækta baunir

Ræktum sjálf

Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum

SJÁ VERKEFNI »
endurunnninn pappír hangir á bandi

Pappírsgerð

Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
matur ásamt zero waste skilti

Núll sóun

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
fersku grænmeti hent í ruslatunnu matarsóun

Vigtun á matarleifum

Hvernig er hægt að mæla matarsóun? Ein leið til þess er að vigta matinn sem sóast. Verkefni sem fær nemendur til þess að átta sig á mikilvægi þess að huga að matarsóun og lágmarka hana. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
matur sem ekkert er að í ruslatunnu matarsóun

Saman gegn sóun

Einum þriðja þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað, því má líkja við að versla inn þrjá poka af mat og henda einum þeirra. Með því að draga úr matarsóun verndum við umhverfið, nýtum við betur auðlindir og spörum pening. Verkefni fyrir 12 – 20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Skilti með setningunni við viljum hreint loft

Slökktu á bílnum – skilti

Verkefnið vinnur að því að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif ökutækja á umhverfið. Börnin búa til sýnileg skilaboð fyrir akandi umferð og bíla í biðstöðu fyrir utan skólann. Verkefni fyrir 1-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
Barn í gulum stígvélum að hoppa í polli verkefnakista

Veðurfræðingar – öskudagsbræður

Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér 18 bræður í veðri sem kallast „öskudagsbræður“. Þar er átt við að veður haldist eins og á öskudaginn næstu 18 daga á eftir. Börnin gera athugun á þessari tilgátu og fylgjast með veðrinu 18 daga á eftir öskudeginum. Verkefni fyrir 4-10 ára

SJÁ VERKEFNI »