Leikbær flaggar í fyrsta sinn

Grænfánanum var flaggað í fyrsta skipti á leikskólanum Leikbæ í Dalvíkurbyggð í dag. Leikskólinn hefur unnið að því nú um nokkurt skeið að fá að flagga grænfánanum og varð það að veruleika í dag.

Grænfánanum var flaggað í fyrsta skipti á leikskólanum Leikbæ í Dalvíkurbyggð í dag 16. mars 2012.

Leikskólinn hefur unnið að því nú um nokkurt skeið að fá að flagga grænfánanum og varð það að veruleika í dag.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Aðrir skólar í Dalvíkurbyggð vinna nú að því að geta líka flaggað grænfánanum og verður það væntanlega að veruleika í vor, segir í tilkynningu.

Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd en fánann afhenti fulltrú Landverndar, Orri Páll Jóhannsson, verkefnisstjóri Skóla á grænni græn. Orri Páll fjallaði um mikilvægi þess að hugsa vel um jörðina og í því samhengi hvað verkefni eins og grænfáninn getur skilað miklu til samfélagsins.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd