Gjafabréf
Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
„Betra er að gefa heldur en að þiggja“ verkefni þar sem þátttakendur öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint úr búðinni og hægt er að gefa hlutum nýtt líf með því að gefa þá áfram.
Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og peningar fara í lífsgæðakapphlaupið, þ.e. í eigur, auð og álit annarra. Þannig er hægt að öðlast ýmislegt dýrmætt eins og frelsi, frítíma og orku til að verja í það sem er mikilvægt og veitir hamingju.
Nemendur rannsaka lífbreytileika á litlu afmörkuðu svæði í nágrenni við eða á skólalóðinni. Einnig er fylgst með breytingum sem verða á svæðinu yfir skólaárið. Verkefni fyrir 5-12 ára
Hér má sjá hugmyndir af umhverfissáttmálum frá grænfána leik- og grunnskólum.
Aldingarður æskunnar – átthagaverkefni í Tjarnarseli. Áslaug Unadóttir og Fanney M. Jósepsdóttir segja frá verkefninu.
Margir leikskólar sem vinna með þemað átthaga nýta sér þá skemmtilegu hugmynd að búa til kort af nánasta umhverfi skólans. Sýnishorn af kortaverkefnum sem unnin hafa verið í leikskólum. Verkefni fyrir 3-6 ára
Lýðræði á fyrsta skólastiginu. Börnin í Hálsaskógi læra að tjá skoðanir sínar, kjósa, meta stöðuna og virða skoðanir annarra í lýðræðisverkefni leikskólans.
Verkefni sem hefur það að markmiði að efla vitund nemenda um náttúruna með því að kanna boðskap í ljóðum og tónlist. Verkefni fyrir 5-16 ára
Í þessu verkefni er farið í gönguferð/rútuferð að vatnsbóli/uppsprettu. Skoðað og fræðst um hvernig vatnið verður tært og neysluhæft í hringrás sinni í náttúrunni. Verkefni fyrir 4-12 ára
Jógaæfingar með börnum sem stuðla að því að viðhalda styrk og sveigjanleika. Eykur einbeitingu, líkamsvitund, sjálfsábyrgð, sjálfsaga og streitu-stjórnun. Ásamt því að rækta sköpunargáfu, sjálfstraust, félagsfærni og góðvild til annarra. Verkefni fyrir 3-8 ára
Verkefni þar sem nemendur læra um niðurbrot efna í umhverfinu, læra um lífræn og ólífræn efni. Gera athuganir þar sem niðurbrot efna er skoðað. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefni sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá útbúa þau fjölnota box. Verkefni fyrir 2-5 ára
Verkefni sem kynnir fyrir börnum birtingarmyndir vatns og hringrás þess. Börnin læra hugtök ásamt því að gera athuganir. Verkefni fyrir 2-6 ára
Hefur þú spáð í því hvaðan maturinn kemur sem er á disknum þínum? Ætli hann komi frá mörgum löndum? Verkefnið má aðlaga að öllum aldurshópum.
Verkefni þar sem börn fá fræðslu um flokkun og hringrásir efna og læra svo að flokka rétt með því að fara í leik. Verkefni fyrir 3-10 ára
Verkefni sem fræðir nemendur um eldvirkni og hvernig jarðvarmi hitar vatn sem við svo notum til upphitunar og böðunar. Verkefni fyrir 4-6 ára
Verkefni þar sem unnið í samstarfi við heimilin. Börnin læra að þekkja nærumhverfi heimilis síns, s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra. Verkefni fyrir 3-6 ára
Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.
Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum