Þú er hér - Category: Leikskólar

Börn úti ásamt kennara að gera æfingar

Þrautabraut

Nemendur fá tækifæri til þess að fara í gegnum þrautabrautir í náttúrunni. Þrautabrautir reyna á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Verkefni fyrir 2-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
endurunnninn pappír hangir á bandi

Pappírsgerð

Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
einnota plast í allskonar litum og gerðum

plastneysla

Verkefni sem unnið var á leikskólanum Norðubergi í þeim tilgangi að lágmarka alla notkun á plasti í daglegu leikskólastarfi. Markmiðið var að gera börn og fullorðna meðvitaðri um skaðsemi þess fyrir umhverfið. Verkefni fyrir 4-8 ára

SJÁ VERKEFNI »

Grænfánaspæjarar

Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
haust laufblöð

Haustið

Börnin skoða breytingar sem verða í náttúrunni þegar það haustar. Fá tækifæri til þess nýta náttúruna í sköpun og njóti útiveru að hausti til. Verkefni fyrir 3-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
niðurtætur pappír

Plöntuþrykk

Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

SJÁ VERKEFNI »
Skilti með setningunni við viljum hreint loft

Slökktu á bílnum – skilti

Verkefnið vinnur að því að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif ökutækja á umhverfið. Börnin búa til sýnileg skilaboð fyrir akandi umferð og bíla í biðstöðu fyrir utan skólann. Verkefni fyrir 1-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
Hollur matur á borði fræ ávextir og grænmeti verkefnakista

Hreyfing og hollusta

Markmið verkefnisins er að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat. Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat. Verkefni fyrir 3-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
stelpur að leiðast í´göngu í skógi verkefnakista

Átthagarnir okkar

Í verkefninu fá börnin tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á fjölbreyttan hátt. Börnin fá að kynnast, sögum, þulum og ævintýrum er tengjast nærumhverfi leikskólans. Verkefni fyrir 2-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
Barn í gulum stígvélum að hoppa í polli verkefnakista

Veðurfræðingar – öskudagsbræður

Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér 18 bræður í veðri sem kallast „öskudagsbræður“. Þar er átt við að veður haldist eins og á öskudaginn næstu 18 daga á eftir. Börnin gera athugun á þessari tilgátu og fylgjast með veðrinu 18 daga á eftir öskudeginum. Verkefni fyrir 4-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
Ræktun á baunagrasi og grasi - verkefnakista

Hringrás efna og ræktun

Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af höndum sem eru að týna rusl og setja í poka - verkefnakista

Umhverfisdagur

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
manneskja í hugleiðslu

Núvitundaræfing

Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni. Hentar öllum aldurshópum

SJÁ VERKEFNI »
endurunninn pappír

Pappírsgerð

Skemmtilegt verkefni sem fær börnin til þess að átta sig á hægt er að endurvinna pappír og skapa úr honum eitthvað nýtt. Hentar 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »