Gæðaskólar – Fundur fyrir grunnskólastig 4. febrúar 2021

Gæðaskólar á grænni grein eru leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi
Gæðaskólar á grænni grein - Grunnskólar verður haldinn þann 4. febrúar nk. Hér má finna dagskrá og upplýsingar um fundinn.

Skólar á grænni grein standa fyrir fundunum Gæðaskólar á grænni grein – Fundir skólastiga í febrúar og mars 2021. 

Á fundinum kynnum við nýtt námsefni, ræðum um menntun til sjálfbærni og miðlum góðum og praktískum verkefnum frá skólum sem eru á grænni grein.

Öll velkomin

Fundirnir eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla, læra og tengjast öðrum í sömu sporum. Við beinum sjónum að því hvernig skólar vinna að menntun til sjálfbærni. 
Fundurnir eru að þessu sinni opnir öllum, einnig þeim sem eru ekki skráðir á græna grein.  Skólar geta sent eins marga fulltrúa á fundina og þeir vilja. 

Fjarfundur

 

Fundurinn fer fram á Zoom. Athugið að sumir skólar geta aðeins tengst við Zoom í gegnum vafra. Hér eru leiðbeiningar um hvernig má tengjast ZOOM í gegnum vafra. Skólar sem hafa ekki leyfi til að hlaða niður forritinu (m.a. skólar í Reykjavík) geta tengst fundinum í gegnum vafra.  

Skráðir þátttakendur fá sendan tengil á netfundarstað fyrir fundinn. Skráningu er lokið á þennan viðburð. 

Dagskrá 1. febrúar 2021

13:00 – 13:30 Opnun, stutt skilaboð frá Skólum á grænni grein.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis- og auðlindaráðherra, opnar fundinn. 

13:30 – 14:00 Nýjungar hjá Skólum á grænni grein. 
Þátttakendur velja eina af þremur vinnustofum:

  1. Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld: Nýtt námsefni fyrir yngsta stig þar sem lífbreytileiki er rauður þráður. Sigurlaug Arnardóttir kynnir. 
  2. Ungt umhverfisfréttafólk – gefum unga fólkinu rödd: Verkefni fyrir unglingastig um miðlun upplýsinga um umhverfismál. Katrín Magnúsdóttir kynnir. 
  3. Skólar á grænni grein – leiðandi í menntun til sjálfbærni: Um Skóla á grænni grein og tengsl verkefnisins við menntun til sjálfbærni. Margrét Hugadóttir kynnir. 

14:00-14:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins.

Vatnsverkefni í útinámi – Kerhólsskóli
Guðrún Ása Kristleifsdóttir
Útinámið í Kerhólsskóla var að hluta til tileinkað Grænfánaþemanu okkar síðasta vetur. Þemað okkar var vatnið og það voru keyrð 7 mismunandi vatnsverkefni á 7 vikum. Allur grunnskólinn og elstu nemendur leikskólans tóku þátt í verkefninu sem að tókst einstaklega vel.

Fjallgöngur – Hvolsskóli.
Þórunn Óskarsdóttir
Verkefnið „Fjallgöngur í Hvolsskóla” byrjaði haustið 2013. Markmið þessa verkefnis er að þegar nemendur ljúka grunnskólagöngu sinni hafa gengið á 10 fjöll í sýslunni sinni, Rangárvallasýslu. Verkefnið tengist mörgum markmiðum úr aðalnámskrá grunnskóla s.s. að auka þekkingu á umhverfi sínu, að efla hreyfingu og að þekkja örnefni.


14:40-15:00 Kaffihlé

 

15:00-15:40 Brot af því besta: Reyndir grænfánaskólar kynna verkefni sem snúa að þverfagleika og þátttöku alls skólasamfélagsins. 

Óbyggileg jörð – Öldutúnsskóli
Aðalheiður Steinarsdóttir
Nemendur á unglingastigi takast á við loftslagsbreytingar og hanna sér ný heimkynni. Aðalheiður Steinarsdóttir

Logalandsskógur, samstarfsfverkefni – Grunnskóla Borgarfjarðar.
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

15:40-16:00 20 ára afmælisár Skóla á grænni grein: Hvernig fögnum við saman? Hugstormun.
16:00 Fundarslit
 
 

Nánar um landshlutafundi

Fundir Skóla á grænni grein eru hluti af starfsþróun kennara í þátttökuskólum verkefnisins. Landshlutafundir eru haldnir annað hvert ár á móti ráðstefnu og eru að jafnaði tíu talsins á tíu mismunandi stöðum á landinu. Á fundina mæta fulltrúar frá skólum af sama svæði á landinu. Þetta er liður í því að tengja saman skóla á sama svæði og hvetja til samvinnu og samtals á milli skóla. Þó fundirnir séu sérstaklega miðaðir að skólum í verkefninu eru þeir einnig opnir fulltrúum annarra skóla.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top