Þú er hér - Category: Sköpun

kerti og kertaafngangar fyrir föndur, landvernd.is

Lýsum upp skammdegið með heimagerðum kertum

Þegar skammdegið skellur á þá er notalegt að töfra fram ljós með kertum. Það er spennandi að búa til sitt eigið kerti og nýta um leið kertaafganga sem til falla í skólanum eða á heimilum. Kerti er líka upplögð jólagjöf. Nemendur á miðstigi í Selásskóla hafa í nokkur ár búið til svona kerti með góðum árangri.

SJÁ VERKEFNI »
kerti með vetrarskreytingu, landvernd.is

Kerti sem brennur ekki

Ef það er eitthvað sem auðvelt er að nálgast í miklu magni þá eru það klósettrúlluhólkar. Þá má nýta á fjölbreyttan hátt, hér er hugmynd að jólaskrauti þar sem klósettrúlluhólkur er notaður. Verkefni fyrir nemendur á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
málað leirtau, leikskólaföndur, Tjarnarsel, landvernd.is

Gamalt leirtau gerir gagn

Hvernig getum við endurnýtt gamalt leirtau sem hefur safnast upp og ekki er notað lengur – í skólum og á heimilum. Verkefni fyrir nemendur leikskóla og yngsta stigs grunnskóla.

SJÁ VERKEFNI »
marglitaðgarn,landvernd.is

Sauma í pappír

Föndur þar sem garnafgangar nýttir til að búa til mynd, kort eða merkispjöld. Einfalt verkefni sem þjálfar fínhreyfingar. Verkefnið hentar fyrir 3-10 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Gamlar bækur í hrúgu. Jólabókaflóð. landvernd.is

Jólabókaflóð

Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »