Hversu mikil er þín auðlindaneysla?
Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára
Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára
Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni sem gefur okkur hugmyndir um hvernig megi minnka loftlagskvíða.
Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.
Nemendur rannsaka lífbreytileika á litlu afmörkuðu svæði í nágrenni við eða á skólalóðinni. Einnig er fylgst með breytingum sem verða á svæðinu yfir skólaárið. Verkefni fyrir 5-12 ára
Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Verkefni fyrir 14 – 100 ára.
Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára
Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára
Lýðræði á fyrsta skólastiginu. Börnin í Hálsaskógi læra að tjá skoðanir sínar, kjósa, meta stöðuna og virða skoðanir annarra í lýðræðisverkefni leikskólans.
Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára
Verkefni sem eykur meðvitund nemenda um mismunandi möguleika og aðstæður fólks. Hlutverkaleikur þar sem nemendur tilheyra ákveðnum hópi sem getur haft áhrif á möguleika fólks varðandi lífsgæði og annað. Verkefni fyrir 13-30 ára
Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára
Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.
Verkefni þar sem börnin skoða nærumhverfið sitt með vökulum augum. Taka myndir af því og endurskapa það sem þau sáu úr endurnýtanlegum efnivið. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefni sem fær börn til þess að velta fyrir sér mismunandi veðri og læra um mismunandi veðurfyrirbrigði. Verkefni fyrir 3-5 ára
Hér skoðum við hvernig jólaauglýsingar höfða til okkar og fá okkur til að kaupa hluti fyrir jólin. Þeir sem auglýsa vilja að fólk upplifi að það vanti, þurfi eða langi í eitthvað. Að eitthvað sé ómissandi eða þetta sé rétta gjöfin fyrir þennan og hinn. Verkefni fyrir 12-16 ára nemendur.
Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar.
Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna. Verkefni fyrir 14-20 ára.
Nemendur læra um kolefnisspor og vistspor og nota reiknivélar til að finna eigið kolefnisspor og vistspor. Verkefni fyrir 12-20 ára.