Geimskipið
Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.
Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.
Nemendur læra um orku sem við notum í daglegu lífi og velta fyrir sér eigin orkunotkun. Verkefni fyrir 4-10 ára.
Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.
Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur.
Loftslagsbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Bingóspjöld fyrir fimm skólastig.
Stígðu fram er hlutverkaleikur um mannréttindi, loftslagsréttlæti og umhverfismál. Nemendur kanna mun á stöðu fólks eftir búsetu, kyni, stétt eða áhrifum loftslagsbreytinga.
Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum
Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra. Hvert fer það?
Plastáskorun – Hvað notar þú daglega? Hverju er auðvelt að sleppa og hverju er erfitt að sleppa? Hvaða markmið ætlar þú að setja þér?
Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.
Árið er 2050 og við höfum náð tökum á loftslagsbreytingum. Í heiminum ríkir friður og það er liðin tíð að mannfólkið taki yfirdrátt á auðlindum jarðar. Hugsanaæfing.
Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni frá Landvernd.
Hvernig kennum við um neyslu? Valdeflandi aðferðir og spurningin hvað getum við gert gegnir lykilhlutverki. Stuttþáttaröð Landverndar um neyslu sýnir hvað við getum til bragðs tekið á gamansaman hátt.
Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.