
Hversu stór er Steypireyður?
Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. Í þessu verkefni skoða nemendur raunverulega stærð steypireyðar. Verkefnið er tilvalið í útnám og útikennslu.

Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. Í þessu verkefni skoða nemendur raunverulega stærð steypireyðar. Verkefnið er tilvalið í útnám og útikennslu.

Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi. Í aðalnámskrá er kveðið á um að menntun til sjálfnærni skuli samfléttuð í allt nám.

Skólar á grænni grein eru leiðandi í menntun til sjálfbærni á Íslandi. Nemendur vinna að raunverulegum verkefnum og valdefling er lykilatriði.

Á mörgum heimilum má finna heilmikið lífríki og eru þar pottaplöntur fremstar í flokki þeirra lífvera sem gleðja augun og andann. Komdu með í innandyra náttúruskoðun.

Hvað getum við lært um nútímann af fortíðinni og framtíðinni? Amma, afi, ég og barnabarnið mitt er valdeflandi verkefni sem setur stöðu mála í dag í samhengi við fortíð og framtíð.

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir nemendur í MH og þátttakendur í Erasmus+ verkefninu I SEE sem Landvernd tekur þátt í fluttu erindi á Umhverfisþingi þann 20. október síðastliðinn. Þeirra skilaboð eru að við eigum að „Fræða, ekki hræða“.

Í vinnustofunni fjalla Katrín Magnúsdóttir og Caitlin Wilson um hvernig þróa megi starfið áfram fyrir þá skóla sem eru komnir langt í verkefninu.

Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein fjallar um áskoranir sem mæta framhaldsskólum og háskólum.

Vistheimt með skólum byggir á endurheimt vistkerfa, reynslunámi og vísindalegri aðferð. Verkefnið er liður í að efla þekkingu og getu grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál og lögð er sérstök áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum og túlkun þeirra.

Caitlin Wilson ræðir um umbreytandi nám og menntun til sjálfbærni í Grænfánaverkefninu

Markmið sjálfbærnimenntunar er að skapa samábyrgt samfélag þar sem allar ákvarðanir og gjörðir taka mið af umhverfi, efnahag og félagslegri sanngirni.

Gerður Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein segir frá grænfánfaverkefnini hér á landi. Gerður segir frá endurskoðun verkefnisins sem fram fór vorið 2013 og áætlun til næstu þriggja ára.

Fyrirlestur Steins fjallar um uppfærslu á gátlista Grænfánans og skrefunum sjö auk þess um rafrænan gagnagrunn sem er í vinnslu.

Fyrirlestur Guðmundar Inga Guðbrandssonar um vistheimtarverkefni Landverndar.

Fyrirlestur Ingileifar Ástvaldsdóttur fjallar um lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfi.

Sigríður Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir í fyrirlestri sínum frá starfi Grænfánaráðsins við Þelamerkurskóla og hvernig nemendur gegna mikilvægum hlutverkum í verkefninu.

Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri og Ragnhildur Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ segja í fyririlestri sínum frá þróunarverkefni sem þær hafa leitt í leikskólanum.

Sigríður Sverrisdóttir fjallar um lýðræðislega þátttöku nemenda Grenivíkurskóla í sveitarfélaginu.