Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir nemendur í MH og þátttakendur í Erasmus+ verkefninu I SEE sem Landvernd tekur þátt í fluttu erindi á Umhverfisþingi þann 20. október síðastliðinn. Þeirra skilaboð eru að við eigum að „Fræða, ekki hræða“.

Á tíunda Umhverfisþingi sem haldið var á föstudaginn 20. október í Hörpu stigu Saga Rut Sunnevudóttir og Bríet Felixdóttir á sviðið sem raddir ungs fólks, en þær eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni „I SEE project“ sem Landvernd stendur að ásamt Menntaskólanum í Hamrahlíð og aðilum á Ítalíu, Finnlandi og Bretlandi.

Bríet og Saga Rut ávörpuðu salinn og svöruðu spurningunni „ Hvernig framtíð viljum við?“ Þær sögðu frá því að þær vilja sjá miklu meiri umhverfisfræðslu og hugmyndavinnu með ungu fólki.

Umhverfisfræðslu á að samþætta inn í allar námsgreinar

Í þeirra orðum; „Það sem við viljum leggja áherslu á er að það er hægt að samþætta kennslu um umhverfismál í almennt nám í flest fög og þá fyrir alla aldurshópa. Þetta á að vera í ákveðin forgangi að fræða okkur svo við getum tekist á við það þegar að kemur. Það þarf einnig að auka umræðu í samfélaginu við unga fólkið um þessi mál. Það er ekki nóg að fræða bara um hvað loftslagsmál eru heldur að auka hugmyndaflæði að lausnum og fræða á jákvæðara hátt með von.“

Til að sýna að allir geta gert eitthvað,“ stofnuðu þær svo undirskriftalista til að skora á stjörnvöldin til að efla umhverfisfræðslu á öllum skólastigum.

Skrifa undir