Þú er hér - Category: Menntun til sjálfbærni

Umhverfishönnun

Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
nemandi með upprétta hönd í kennslustund

Skólaþing

Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára

SJÁ VERKEFNI »

Grænfánaspæjarar

Grænfánaspæjarar eru í nokkrum grænfánaskólum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvernig gengur að huga að umhverfinu í skólastofunni t.d með flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu. Verkefnið er fyrir 4-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
haust laufblöð

Haustið

Börnin skoða breytingar sem verða í náttúrunni þegar það haustar. Fá tækifæri til þess nýta náttúruna í sköpun og njóti útiveru að hausti til. Verkefni fyrir 3-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

SJÁ VERKEFNI »
matur ásamt zero waste skilti

Núll sóun

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

SJÁ VERKEFNI »
stelpur að leiðast í´göngu í skógi verkefnakista

Átthagarnir okkar

Í verkefninu fá börnin tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á fjölbreyttan hátt. Börnin fá að kynnast, sögum, þulum og ævintýrum er tengjast nærumhverfi leikskólans. Verkefni fyrir 2-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
krakkahópur með þumalinn upp

Umhverfisvinir

Verklagslýsing fyrir nemendur til þess að þeir geri sér grein fyrir hvað felst í því að vera umhverfisvörður, gert í þeim tilgangi að nemendur átti sig á tilgangi þess að huga að þeim umhverfismálum sem umhverfisverðirnir gera. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Ræktun á baunagrasi og grasi - verkefnakista

Hringrás efna og ræktun

Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af höndum sem eru að týna rusl og setja í poka - verkefnakista

Umhverfisdagur

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
Ágengar tegundir lúpína kerfill fura Erling Ólafsson landvernd.is

Ágengar framandi lífverur

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Tap á lífbreytileika lífbreytileiki Ari Yates , landvernd.is

Tap á lífbreytileika

Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.

SJÁ VERKEFNI »

Mannréttindi eða forréttindi?

Verkefni þar sem nemendur velta fyrir sér hugtökunum mannréttindi og forréttindi. Læri að það sé greinamunur þarna á milli og skoða sig sjálf út frá þessum hugtökum. Verkefni fyrir 6-16 ára

SJÁ VERKEFNI »
manneskja í hugleiðslu

Núvitundaræfing

Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni. Hentar öllum aldurshópum

SJÁ VERKEFNI »
heimasaumaður fjölnota kanínupoki

Töskusaumur

Verkefni sem stuðlar að minni notkun á plastpokum, nemendur hafa áhrif á nærumhverfið sitt og hvetur aðila innan þess til þess að huga að náttúruauðlindum og umhverfi. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »