Norræna plastkapphlaupið 2021

Plastkapphlaup. Norden i skolen. landvernd.is
Takið þátt í Norræna plastkapphlaupinu. Hvað finnið þið mikið plast á 15 mínútum? Bekkurinn þinn getur unnið peningaverðlaun!
Norræna plastkapphlaupið fer fram í nóvember. Norden i skolen skorar á alla nemendur á Norðurlöndunum til að beina sjónum sínum að rusli í náttúrunni. Með því að taka þátt í plastkapphlaupinu geta bekkir um öll Norðurlöndin hjálpast að við að bjarga náttúrunni. Þið veljið sjálf hvort þið einbeitið ykkur að sjávarsíðunni, skóglendi, skólalóðinni eða aðra staði þar sem þið teljið að þörfin sé brýn.

Norræna plastkapphlaupið 2021

 

Svona farið þið að

  • Leitið uppi stað í náttúrunni þar sem er rusl og þörf á að hreinsa til.
  • Setjið af stað skeiðklukku, hlaupið af stað með bekknum og safnið saman eins miklu og þið getið af plasti, og öðrum efnum sem brotna ekki niður á náttúrulegan hátt, á 15 mínútum.
  • Takið ruslið sem þið söfnuðuð saman með ykkur upp í skóla, myndið nemendurnar með ruslahauginum og hlaðið upp á nordeniskolen.org
  • Flokkið ruslið! Skiptið nemendunum upp í hópa og gerið flokkunina sömuleiðis að skemmtilegri keppni. Hvaða hópur verður fyrstur til að flokka sinn ruslahaug. Ath! Ruslið verður að sjálfsögðu að vera flokkað á réttan hátt!
  • Allar upplýsingar um plastkapphlaupið má finna á Norden i skolen. Skráning er nauðsynleg en kennarar og skólar geta skráð sig hjá Norden i skolen og fengið aðgang að fjölbreyttu námsefni á öllum norðurlandatungumálunum án kostnaðar.

Viðbót frá Skólum á grænni grein og Landvernd

Við hvetjum nemendur til að taka verkefnið skrefinu lengra og skoða hvaðan plastið kom og hjálpa þeim fyrirtækjum sem framleiddu plastið eða seldu að vera hluti af lausninni. Þau bera mikla ábyrgð á plastvandanum. Sjá t.d. verkefnið Hjálpum þeim að hjálpa hafinu og Skelin. Tilvalið er að tengja þetta verkefni við grænfánaverkefnið. Til dæmis má tengja þetta við þemun neysla og úrgangur og svo hvetjum við ykkur til að upplýsa aðra og segja frá (skref 6).

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd