Vistheimt á gróðursnauðu landi – Handbók

Handbókin Vistheimt á gróðursnauðu landi leiðbeinir um vistheimt með skólum, landvernd.is
Handbók og námsbók fyrir kennara og nemendur um vistheimt á gróðursnauðu landi.

Landvernd hefur gefið út handbókina Vistheimt á gróðursnauðu landi. Bókin fjallar um vistheimt og endurheimt vistkerfa.

Teiknaður refur með appelsínugult blóm. Forsíða á handbókinni Vistheimt á gróðursnauðu landi.
Smelltu á ritið til að lesa.

Vistheimt bætir landgæði, gróður, jarðveg og eykur líffræðilegra fjölbreytni. Með þessari mikilvægu aðgerð má endurheimta illa farin vistkerfi þar sem landeyðing hefur átt sér stað t.d. má endurheimta gróður og auka líffræðilega fjölbreytni.

Handbók og námsbók um vistheimt með skólum

Bókin er í senn handbók og námsbók um endurheimt vistkerfa og er ætluð bæði nemendum og kennurum sem taka þátt í Vistheimtarverkefni Landverndar. Höfundur er dr. Rannveig Magnúsdóttir sérfræðing hjá Landvernd.

Vistvernd er lífsnauðsynleg

Á sama hátt og bein eru lengi að gróa getur það tekið mjög langan tíma fyrir skemmd eða röskuð vistkerfi að ná bata. Þótt komin sé gróðurþekja á svæði sem áður var gróðurlaust þýðir það ekki endilega að vistkerfið hafi náð fullum bata. Þessu má líkja við það þegar maður er laus við gifs eftir fótbrot þá er fóturinn enn veikburða þó beinið sé gróið.

Vistheimt læknar röskuð vistkerfi

Þar sem mikið rask hefur orðið á vistkerfum getur tekið áratugi eða jafnvel aldir fyrir þau að ná bata. Ferlið við að bæta skemmt vistkerfi þannig að það verði heilbrigt á ný er kallað vistheimt eða endurheimt vistkerfis. Vistheimt er því ferli sem stuðlar að bata vistkerfis sem hefur hnignað, skemmst eða eyðilagst. Í vistheimt er beitt ákveðnum aðgerðum til að skila vistkerfunum til fyrra ástands og skapa getu til að veita þjónustu. Endurheimt vistkerfi eru þó ekki nákvæmar eftirlíkingar af upphaflegu vistkerfi enda eru þau síbreytileg í eðli sínu vegna breytilegra umhverfis.

Sækja Vistheimt á gróðursnauðu landi