Birki á Íslandi
Allir þeir skógar sem vaxið hafa upp á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar hafa því verið birkiskógar því birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni. Hér finnast þó fleiri tré og runnar eins og gulvíðir, blæösp og reynir en þær tegundir er algengt að finna innan um birkið.