Þú er hér - Category: Valdefling og geta til aðgerða

Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
föt á fataslá

Fatamarkaður

Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
nemandi með upprétta hönd í kennslustund

Skólaþing

Verkefni sem þjálfar nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á skólaumhverfið sitt. Verkefni fyrir 6-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
matur ásamt zero waste skilti

Núll sóun

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

SJÁ VERKEFNI »
krakkahópur með þumalinn upp

Umhverfisvinir

Verklagslýsing fyrir nemendur til þess að þeir geri sér grein fyrir hvað felst í því að vera umhverfisvörður, gert í þeim tilgangi að nemendur átti sig á tilgangi þess að huga að þeim umhverfismálum sem umhverfisverðirnir gera. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Ræktun á baunagrasi og grasi - verkefnakista

Hringrás efna og ræktun

Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af höndum sem eru að týna rusl og setja í poka - verkefnakista

Umhverfisdagur

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
skissuteikning af kjól

Tískusýning

Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.

SJÁ VERKEFNI »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

SJÁ VERKEFNI »
Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistsporið mitt

Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á skapandi hátt. Verkefni fyrir 5-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »