Sítrónuleikurinn – hvað er kvíði
Hugsanir okkar hafa áhrif á líðan og hegðun, hugsanir geta valdið líkamlegum viðbrögðum. Leikur sem fær okkur til þess að velta því fyrir okkur hvernig við finnum fyrir kvíða. Hentar öllum aldri
Hugsanir okkar hafa áhrif á líðan og hegðun, hugsanir geta valdið líkamlegum viðbrögðum. Leikur sem fær okkur til þess að velta því fyrir okkur hvernig við finnum fyrir kvíða. Hentar öllum aldri
Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára
Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.
Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára
Í þessu hópverkefni eru nemendur að fást við annan hugsunarhátt og lífsform en gengur og gerist í vestrænum löndum. Nemendur eiga að ræða hvernig þessi hugsunarháttur er frábrugðin samfélaginu hérlendis en einnig hvenær við hugsum á svipaðan hátt.
Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og peningar fara í lífsgæðakapphlaupið, þ.e. í eigur, auð og álit annarra. Þannig er hægt að öðlast ýmislegt dýrmætt eins og frelsi, frítíma og orku til að verja í það sem er mikilvægt og veitir hamingju.
Þetta er stutt verkefni sem vekur okkur til umhugsunar og hvetur til umræðna um þau lífsgildi sem hver og einn vill að standa fyrir og rækta. Verkefnið fyrir 12-100 ára
Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.
Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið til þess að njóta þess að vera út í náttúrunni og skoða hana gaumgæfilega.
Aldingarður æskunnar – átthagaverkefni í Tjarnarseli. Áslaug Unadóttir og Fanney M. Jósepsdóttir segja frá verkefninu.
Verkefni sem stuðlar að auknu umferðaröryggi barna með því að gera þau læsari á umhverfið sitt. Verkefnið opnar augu nemenda fyrir öryggi gangandi og hjólandi nemenda í skólann. Verkefni fyrir 6-9 ára
Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára
Jógaæfingar með börnum sem stuðla að því að viðhalda styrk og sveigjanleika. Eykur einbeitingu, líkamsvitund, sjálfsábyrgð, sjálfsaga og streitu-stjórnun. Ásamt því að rækta sköpunargáfu, sjálfstraust, félagsfærni og góðvild til annarra. Verkefni fyrir 3-8 ára
Verkefni þar sem unnið í samstarfi við heimilin. Börnin læra að þekkja nærumhverfi heimilis síns, s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra. Verkefni fyrir 3-6 ára
Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum
Nemendur fá tækifæri til þess að fara í gegnum þrautabrautir í náttúrunni. Þrautabrautir reyna á ýmsa þætti s.s. kjark, líkamlega færni og hreysti, samvinnu og virðingu fyrir náttúrunni. Verkefni fyrir 2-12 ára
Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára
Börnin skoða breytingar sem verða í náttúrunni þegar það haustar. Fá tækifæri til þess nýta náttúruna í sköpun og njóti útiveru að hausti til. Verkefni fyrir 3-6 ára
Að nemendur læra að rækta grænmeti og setja niður kartöflur. Þeir læra um ferlið sem ræktun er og fylgja því eftir og fá tækifæri til þess að matreiða úr uppkerunni. Verkefni fyrir 4-16 ára