Eins og við sjáum umhverfið okkar
Verkefni þar sem börnin skoða nærumhverfið sitt með vökulum augum. Taka myndir af því og endurskapa það sem þau sáu úr endurnýtanlegum efnivið. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefni þar sem börnin skoða nærumhverfið sitt með vökulum augum. Taka myndir af því og endurskapa það sem þau sáu úr endurnýtanlegum efnivið. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefnið vinnur að því að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif ökutækja á umhverfið. Börnin búa til spjöld sem hægt er að hengja á baksýnisspegil bifreiða. Verkefni fyrir 1-6 ára
Verkefnið vinnur að því að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif ökutækja á umhverfið. Börnin búa til sýnileg skilaboð fyrir akandi umferð og bíla í biðstöðu fyrir utan skólann. Verkefni fyrir 1-6 ára
Markmið verkefnisins er að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat. Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat. Verkefni fyrir 3-10 ára
Verkefni sem fær börn til þess að velta fyrir sér mismunandi veðri og læra um mismunandi veðurfyrirbrigði. Verkefni fyrir 3-5 ára
Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni. Hentar öllum aldurshópum
Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára
Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára
Nemendur velta fyrir sér matvælum sem oft leynast í nestisboxinu. Skoða hvernig hægt er að velja nesti með tilliti til umhverfisins. Nemendur skoða meta matarsóun, hver nemandi reiknar einnig út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Verkefnið hentar 10-16 ára
Nemendur teikna mynd af ferli orku frá uppsprettu til nýtingar ásamt þeim umhverfisáhrifum sem fylgja ferlinu. Einnig leita þeir leiða til að gera umhverfinu gagn með eigin orkunotkun og prófa þær leiðir. Verkefnið er fyrir 13-25 ára
Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni skoða nemendur gosdrykkjaneyslu sína yfir ákveðið tímabil. Nemendur verða meðvitaðri um eigin gosneyslu, hvað varðar sykurmagn, kostnað og hvað hægt er að fá til baka með endurvinnslu. Verkefni fyrir 8-15 ára nemendur.
Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Hvað er örplast? Vissir þú að með því að keyra minna dregur þú úr því magni örplasts sem færi annars út í náttúruna?
Haustbingó Landverndar samanstendur af fjölbreyttum þrautum sem hver og einn leysir með sjálfum sér. Taktu þátt og njóttu þess að fá ferskt loft og betri tengingu við náttúruna og móður jörð.
Haust: Leikum með lauf og skoðum árstíðabundnar breytingar í umhverfi okkar. Hvernig lauf má finna í okkar nánasta umhverfi? Hvaða trjám tilheyra þau?
Að fara í göngutúr er frábær skemmtun og býður upp á ýmsa möguleika. Það getur verið gaman að brjóta upp gönguna með leikjum eða gera rannsókn á umhverfinu.
Vissir þú að það er umhverfisvænna að lesa bók en að streyma þætti? Hér eru nokkur góð ráð sem við getum fylgt á Degi jarðar og helst alla daga.
Krossfiskurinn er núvitundaræfing sem hentar öllum aldurshópum. Hugum að andlegri líðan. Góð lýðheilsa styður við sjálfbært samfélag.
Á mörgum heimilum má finna heilmikið lífríki og eru þar pottaplöntur fremstar í flokki þeirra lífvera sem gleðja augun og andann. Komdu með í innandyra náttúruskoðun.
Saman gegn matarsóun – Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.