Roots and shoots á Íslandi
Hin merka vísindakona Dr. Jane Goodall stofnaði alþjóða ungmennahreyfinguna Roots and shoots. Hreyfingin hvetur til verndunar dýra og jarðarinnar allrar.
Hin merka vísindakona Dr. Jane Goodall stofnaði alþjóða ungmennahreyfinguna Roots and shoots. Hreyfingin hvetur til verndunar dýra og jarðarinnar allrar.
Að fara í göngutúr er frábær skemmtun og býður upp á ýmsa möguleika. Það getur verið gaman að brjóta upp gönguna með leikjum eða gera rannsókn á umhverfinu.
Vissir þú að það er umhverfisvænna að lesa bók en að streyma þætti? Hér eru nokkur góð ráð sem við getum fylgt á Degi jarðar og helst alla daga.
Krossfiskurinn er núvitundaræfing sem hentar öllum aldurshópum. Hugum að andlegri líðan. Góð lýðheilsa styður við sjálfbært samfélag.
Á mörgum heimilum má finna heilmikið lífríki og eru þar pottaplöntur fremstar í flokki þeirra lífvera sem gleðja augun og andann. Komdu með í innandyra náttúruskoðun.
Hvað getum við lært um nútímann af fortíðinni og framtíðinni? Amma, afi, ég og barnabarnið mitt er valdeflandi verkefni sem setur stöðu mála í dag í samhengi við fortíð og framtíð.
Hér eru tíu ráð fyrir einhleypa sokka sem finnast á hverju heimili. #þjóðráðLandverndar
Við megum ekki hætta að huga að heilbrigði hafsins þó að við séum meira heima við eða komin með þrifaæði. Allt tengist þetta. Um helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá plöntusvifi í hafinu. Það er því mikilvægt að minnka mengun sem rennur til sjávar.
Losun manna á gróðurhúsalofttegundum líkt og koltvíoxíði, veldur hamfarahlýnun á jörðinni.
Ástralía brennur af völdum loftslagshamfara! Hvernig getum við brugðist við? Hvað getur þú gert? Styrkjum og styðjum fólk og dýr.
Saman gegn matarsóun – Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd ætlað nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.
Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarin ár tileinkað 5. desember baráttunni gegn eyðingu jarðvegs. Í ár er það gert undir slagorðunum „stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er undirstaða lífsins á jörðunni
Vistspor segir til um hve mikið af gæðum jarðar fólk notar til að lifa, borða og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér.
Afleiðingar matarsóunar eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Það er auðveldast að loka augunum fyrir vandamálinu og hugsa með sér „eigum við ekki sjálf matinn sem við erum búin að kaupa og ráðum hvað við gerum við hann?“ En málið er bara ekki svo einfalt og matur er ekki bara maturinn sjálfur, lokaafurðin
Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.
Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.
Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar? Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Er þetta framleitt á Íslandi eða annars staðar? Hvað verður um það sem við erum hætt að nota? Getum við minnkað neyslu okkar? Við þurfum að endurhugsa framtíðina. Úrgangur og neysla er eitt af þemum Skóla á grænni grein.
Hvaðan kemur orkan? Hvernig orku notum við á Íslandi? Hver eru umhverfisáhrif mismunandi orkugjafa? Hver eru umhverfisáhrif þeirra orkugjafa sem við notum hér á landi? Eigum við nóg af orku í heiminum? En á Íslandi? Hvernig er orkan nýtt? Hvernig getum við sparað orku?
Átthagar eru það umhverfi, náttúra og samfélag sem tilheyrir heimabyggð okkar. Hægt er að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.
Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið?