Þú er hér - Category: Sjálfbærni

Hamingja og neysla

Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára

SJÁ VERKEFNI »

Umhverfisleikir

Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.

SJÁ VERKEFNI »
Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.

SJÁ VERKEFNI »
Stúlkur dansandi í náttúrunni

Náttúran gegn streitu

Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.

SJÁ VERKEFNI »
BINGO

BINGÓ – Eldri nemendur

Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið til þess að njóta þess að vera út í náttúrunni og skoða hana gaumgæfilega.

SJÁ VERKEFNI »
plöntur að vaxa í mold

Hvað þurfa plöntur?

Verkefni þar sem nemendur þjálfast í því að átta sig á fjölbreytileika plantna og nauðsynlegum skilyrðum svo þær geti vaxið og dafnað. Verkefni fyrir 5-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Skógarþröstur

Fuglaskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í fuglaskoðun og læra að þekkja fugla og fuglahljóð í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi fugla í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.

SJÁ VERKEFNI »
þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »