Þú er hér - Category: Læsi

Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.

SJÁ VERKEFNI »
mynd af bráðnandi klaka með appelsínugulum bakgrunni

Hringrás vatns

Verkefni sem kynnir fyrir börnum birtingarmyndir vatns og hringrás þess. Börnin læra hugtök ásamt því að gera athuganir. Verkefni fyrir 2-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

SJÁ VERKEFNI »
dýraslóð í snjó

Búsvæðisslóð

Nemendur fræðast um það að búsvæði lífvera er ólíkt og stjórnast af þörfum þeirra. Nemendur fá kort af búsvæði merkt tilteknu dýri og slóð þess sem þeir eiga að rekja á skólalóðinni. Nemendum rekja slóð dýrsins og leita þess sem það þarfnast til að geta lifað. Verkefni fyrir 6-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
náttúran í borginni mismunandi búsvæði

Búsvæði

Nemendur teikna myndir af bústöðum fólks og dýra og bera saman frumþarfir.
Nemendur læra um hugtök tengd búsvæðum eins og fæða, vatn, skjól, rými. Verkefni fyrir 6-9 ára

SJÁ VERKEFNI »
einstaklingur að skrifa í dagbók í náttúrunni

Náttúruorð – Vasabók

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

SJÁ VERKEFNI »
kona horfir til fjalla

Náttúruljóð

Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Konur í verslunarferð, landvernd.is

Hafðu það gott um jólin – Skoðum jólaauglýsingar

Hér skoðum við hvernig jólaauglýsingar höfða til okkar og fá okkur til að kaupa hluti fyrir jólin. Þeir sem auglýsa vilja að fólk upplifi að það vanti, þurfi eða langi í eitthvað. Að eitthvað sé ómissandi eða þetta sé rétta gjöfin fyrir þennan og hinn. Verkefni fyrir 12-16 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf - Plast á norðurslóðum er námsefni, rafbók og verkefnavefur um hafið. landvernd.is

Hreint haf – Plast á norðurslóðum

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »
Rostungar liggjandi á strönd við hafið. landvernd.is

Rostungar og víkingar

Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf námsefni frá Landvernd um hafið, mengun í hafið, loftslagsbreytingar og hvernig við getum haft áhrif, landvernd.is

Hreint haf – rafbók

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

SJÁ VERKEFNI »