Þú er hér - Category: Upplýsa og fræða aðra

þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
hröð tíska fullt af fötum á fataslá

Hröð og hæg tíska

Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
föt á fataslá

Fatamarkaður

Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Sími að taka mynd af náttúru

Ljósmynd/hugmynd

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
fartölva á borði ásamt hendi sem er að skrifa í bók

Græna blaðið

Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.

SJÁ VERKEFNI »
krakkahópur með þumalinn upp

Umhverfisvinir

Verklagslýsing fyrir nemendur til þess að þeir geri sér grein fyrir hvað felst í því að vera umhverfisvörður, gert í þeim tilgangi að nemendur átti sig á tilgangi þess að huga að þeim umhverfismálum sem umhverfisverðirnir gera. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af höndum sem eru að týna rusl og setja í poka - verkefnakista

Umhverfisdagur

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

SJÁ VERKEFNI »
amma og afi með jólasveinahúfu og barnabarni, landvernd.is

Hvernig voru jólin hjá ömmu og afa?

Í verkefninu tökum við viðtal við eldri manneskju sem við þekkjum um þeirra æskujól, getum við lært af jólasiðum eldri kynslóða voru þær kannski umhverfisvænni en í dag? Getum við nýtt okkur eitthvað af þeirra siðum án þess að gleði okkar yfir jólunum skerðist? Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »
20 flíkur á snúru fyrir utan ljósbláa byggingu. Óskilamunir er verkefni frá Skólum á grænni grein.

Óskilamunir

Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir – hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt – eða geta komið merktum hlutum til skila. Verkefni fyrir 8-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Fjögur börn ganga með skólatösku á baki og sólhatta.

Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni

Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »
Börn að tína rusl og flokka. Hjálpum þeim að hjálpa hafinu er verkefni eftir Margréti Hugadóttur

Hjálpum þeim að hjálpa hafinu

Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf námsefni frá Landvernd um hafið, mengun í hafið, loftslagsbreytingar og hvernig við getum haft áhrif, landvernd.is

Hreint haf – rafbók

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

SJÁ VERKEFNI »