Þú er hér - Category: Aðrir skólar

Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af höndum sem eru að týna rusl og setja í poka - verkefnakista

Umhverfisdagur

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
manneskja í hugleiðslu

Núvitundaræfing

Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni. Hentar öllum aldurshópum

SJÁ VERKEFNI »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

SJÁ VERKEFNI »
einstaklingur að skrifa í dagbók í náttúrunni

Náttúruorð – Vasabók

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

SJÁ VERKEFNI »
kerti og kertaafngangar fyrir föndur, landvernd.is

Lýsum upp skammdegið með heimagerðum kertum

Þegar skammdegið skellur á þá er notalegt að töfra fram ljós með kertum. Það er spennandi að búa til sitt eigið kerti og nýta um leið kertaafganga sem til falla í skólanum eða á heimilum. Kerti er líka upplögð jólagjöf. Nemendur á miðstigi í Selásskóla hafa í nokkur ár búið til svona kerti með góðum árangri.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »
Stjörnubjartur himinn séður neðan úr djúpu gili. Geimskipið.

Geimskipið

Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Fjögur börn ganga með skólatösku á baki og sólhatta.

Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni

Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »