Skilaboð frá ungu kynslóðinni – Svona viljum VIÐ hafa það
Við verðum að virða náttúruna, standa saman, breyta loforðum í aðgerðir, endurhugsa lífsstílinn okkar og átta okkur á því að við getum ekki étið peninga.
Við verðum að virða náttúruna, standa saman, breyta loforðum í aðgerðir, endurhugsa lífsstílinn okkar og átta okkur á því að við getum ekki étið peninga.
Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.
Í verkefninu tökum við viðtal við eldri manneskju sem við þekkjum um þeirra æskujól, getum við lært af jólasiðum eldri kynslóða voru þær kannski umhverfisvænni en í dag? Getum við nýtt okkur eitthvað af þeirra siðum án þess að gleði okkar yfir jólunum skerðist? Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Hér skoðum við hvernig jólaauglýsingar höfða til okkar og fá okkur til að kaupa hluti fyrir jólin. Þeir sem auglýsa vilja að fólk upplifi að það vanti, þurfi eða langi í eitthvað. Að eitthvað sé ómissandi eða þetta sé rétta gjöfin fyrir þennan og hinn. Verkefni fyrir 12-16 ára nemendur.
Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Þegar skammdegið skellur á þá er notalegt að töfra fram ljós með kertum. Það er spennandi að búa til sitt eigið kerti og nýta um leið kertaafganga sem til falla í skólanum eða á heimilum. Kerti er líka upplögð jólagjöf. Nemendur á miðstigi í Selásskóla hafa í nokkur ár búið til svona kerti með góðum árangri.
Á Íslandi eru til merkilegar tegundir lífvera sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Lífríki Íslands er einstakt og mikilvægt er að vernda fjölbreytni þess.
Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar.
Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna. Verkefni fyrir 14-20 ára.
Nemendur læra um kolefnisspor og vistspor og nota reiknivélar til að finna eigið kolefnisspor og vistspor. Verkefni fyrir 12-20 ára.
Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Í verkefninu taka nemendur sig til, hafa áhrif og grípa til aðgerða. Komið þið auga á eitthvað vandamál í ykkar nærumhverfi sem þyrfti að leysa?
Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.
Nemendur greina vandamál, fara í þankahríð og gera hugarkort þar sem þeir velta upp mörgum hliðum og greina svo hversu auðvelt eða erfitt er að leysa vandamálið. Aðferðinni má beita á flest vandamál.
Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur.
Loftslagsbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Bingóspjöld fyrir fimm skólastig.
Stígðu fram er hlutverkaleikur um mannréttindi, loftslagsréttlæti og umhverfismál. Nemendur kanna mun á stöðu fólks eftir búsetu, kyni, stétt eða áhrifum loftslagsbreytinga.