Þú er hér - Category: Þema

tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
fjólublá hendi

Áhrif fataframleiðslu

Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
manneskja heldur á prjónuðum peysum

Fatasóun í fortíðinni

Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 – 16 ára

SJÁ VERKEFNI »
samfélagsmiðlar logo

Tísku áhrifavaldar

Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára

SJÁ VERKEFNI »
hröð tíska fullt af fötum á fataslá

Hröð og hæg tíska

Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
strigaskór

Strigaskór

Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára

SJÁ VERKEFNI »
átthagar leikskóli kort af nærumhverfi

Fyrsta kortið

Margir leikskólar sem vinna með þemað átthaga nýta sér þá skemmtilegu hugmynd að búa til kort af nánasta umhverfi skólans. Sýnishorn af kortaverkefnum sem unnin hafa verið í leikskólum. Verkefni fyrir 3-6 ára

SJÁ VERKEFNI »
mynd af vatni-læk

Hvaðan kemur vatnið?

Í þessu verkefni er farið í gönguferð/rútuferð að vatnsbóli/uppsprettu. Skoðað og fræðst um hvernig vatnið verður tært og neysluhæft í hringrás sinni í náttúrunni. Verkefni fyrir 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
föt á fataslá

Fatamarkaður

Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
græni umferðarkarlinn á umferðarljósi

Besta leiðin í skólann?

Verkefni sem stuðlar að auknu umferðaröryggi barna með því að gera þau læsari á umhverfið sitt. Verkefnið opnar augu nemenda fyrir öryggi gangandi og hjólandi nemenda í skólann. Verkefni fyrir 6-9 ára

SJÁ VERKEFNI »
Sími að taka mynd af náttúru

Ljósmynd/hugmynd

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »