Sturlaðar staðreyndir um föt
Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri
Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri
Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára
Verkefni þar sem nemendur skoða fötin sín og finna uppruna þeirra og skoða úr hvaða efnum þau eru. Verkefni fyrir 6-16 ára
Þetta er verkefni er vinnusmiðja um föt sem kennarar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi unnu með sínum nemendur.
Verkefni þar sem nemendur gera könnun á neyslumynstri nemenda og kennara í skólanum. Verkefni fyrir 12-16 ára
Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 – 16 ára
Skoðum þátt í þáttaröðinni Hvað getum við gert? Um þræla tískunnar, ræðum þáttinn og svörum nokkrum spurningum. Verkefni fyrir 12-16 ára
Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára
Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára
Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára
Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára
Verkefni þar sem nemendur læra um niðurbrot efna í umhverfinu, læra um lífræn og ólífræn efni. Gera athuganir þar sem niðurbrot efna er skoðað. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða raunverulegar þarfir sínar,og velta fyrir sér spurningum á borð við: þurfum í raun að eiga allt sem við eigum? Verkefni fyrir 6-10 ára
Hefur þú spáð í því hvaðan maturinn kemur sem er á disknum þínum? Ætli hann komi frá mörgum löndum? Verkefnið má aðlaga að öllum aldurshópum.
Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.
Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára
Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri
Nemendur læra að gera pappírsskálar úr endurnýtum prófum sem búið er að tæta niður. Skálina má fylla með góðgæti og þannig fá allir gott úr prófum. Verkefni fyrir 6-16 ára
Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára
Skemmtilegt verkefni sem fær börnin til þess að átta sig á hægt er að endurvinna pappír og skapa úr honum eitthvað nýtt. Hentar 4-12 ára