Gjafabréf
Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Öll höfum við áhyggjur af einhverju og þær geta haft mikil áhrif á líðan okkar, Áhyggjutréð hjálpar okkur í því að vinna með áhyggjur okkar. Verkefni fyrir 12-100 ára
Hugsanir okkar hafa áhrif á líðan og hegðun, hugsanir geta valdið líkamlegum viðbrögðum. Leikur sem fær okkur til þess að velta því fyrir okkur hvernig við finnum fyrir kvíða. Hentar öllum aldri
Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára
Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára
Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.
Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Verkefni fyrir 14 – 100 ára.
Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri
Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára
Hefur þú spáð í því hvaðan maturinn kemur sem er á disknum þínum? Ætli hann komi frá mörgum löndum? Verkefnið má aðlaga að öllum aldurshópum.
Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.
Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum
Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára
Verkefni sem eykur meðvitund nemenda um mismunandi möguleika og aðstæður fólks. Hlutverkaleikur þar sem nemendur tilheyra ákveðnum hópi sem getur haft áhrif á möguleika fólks varðandi lífsgæði og annað. Verkefni fyrir 13-30 ára
Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri
Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára
Að nemendur læra að rækta grænmeti og setja niður kartöflur. Þeir læra um ferlið sem ræktun er og fylgja því eftir og fá tækifæri til þess að matreiða úr uppkerunni. Verkefni fyrir 4-16 ára
Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára
Nemendur gefa út rafrænt fréttablað sem fjallar um umhverfismál. Með það að markmiði að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi og um leið fræða aðra.