Þú er hér - Category: Grunnskólar

skissumynd af stól - verkefnakista

Stóla hönnun

Nemendur vinna í hóp að því að hanna og útbúa stól úr endurunnum efnum útfrá þremur orðum sem þau draga, tveimur lýsingarorðum og einu nafnorði. Verkefni fyrir 12-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af höndum sem eru að týna rusl og setja í poka - verkefnakista

Umhverfisdagur

Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »
Holtasóley er þjóðarblóm Íslendinga, landvernd.is

Tap á búsvæðum

Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).

SJÁ VERKEFNI »
Ágengar tegundir lúpína kerfill fura Erling Ólafsson landvernd.is

Ágengar framandi lífverur

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »

Mannréttindi eða forréttindi?

Verkefni þar sem nemendur velta fyrir sér hugtökunum mannréttindi og forréttindi. Læri að það sé greinamunur þarna á milli og skoða sig sjálf út frá þessum hugtökum. Verkefni fyrir 6-16 ára

SJÁ VERKEFNI »
manneskja í hugleiðslu

Núvitundaræfing

Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni. Hentar öllum aldurshópum

SJÁ VERKEFNI »
endurunninn pappír

Pappírsgerð

Skemmtilegt verkefni sem fær börnin til þess að átta sig á hægt er að endurvinna pappír og skapa úr honum eitthvað nýtt. Hentar 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
heimasaumaður fjölnota kanínupoki

Töskusaumur

Verkefni sem stuðlar að minni notkun á plastpokum, nemendur hafa áhrif á nærumhverfið sitt og hvetur aðila innan þess til þess að huga að náttúruauðlindum og umhverfi. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
skissuteikning af kjól

Tískusýning

Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.

SJÁ VERKEFNI »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

SJÁ VERKEFNI »
dýraslóð í snjó

Búsvæðisslóð

Nemendur fræðast um það að búsvæði lífvera er ólíkt og stjórnast af þörfum þeirra. Nemendur fá kort af búsvæði merkt tilteknu dýri og slóð þess sem þeir eiga að rekja á skólalóðinni. Nemendum rekja slóð dýrsins og leita þess sem það þarfnast til að geta lifað. Verkefni fyrir 6-10 ára

SJÁ VERKEFNI »
náttúran í borginni mismunandi búsvæði

Búsvæði

Nemendur teikna myndir af bústöðum fólks og dýra og bera saman frumþarfir.
Nemendur læra um hugtök tengd búsvæðum eins og fæða, vatn, skjól, rými. Verkefni fyrir 6-9 ára

SJÁ VERKEFNI »
manneskja að njóta sólseturs æuti í náttúrunni

Staðurinn minn

Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Hrossagaukur á trjábol

Lífið í kringum mig

Nemendur fræðast um mismunandi búsvæði og lífverur innan þeirra. Valið er búsvæði einhverrar lífveru og fundinn staður innan þess. Nemendur þurfa að komast í nána snertingu við búsvæði dýrs eða plöntu sem þeir ímynda sér. Nemendur telja upp einkenni og eiginleika lífverunnar og úr verður einhverskonar ljóð. Verkefnið fyrir 8-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
einstaklingur að skrifa í dagbók í náttúrunni

Náttúruorð – Vasabók

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

SJÁ VERKEFNI »
nestisbox úr áli

Skólanestið

Nemendur velta fyrir sér matvælum sem oft leynast í nestisboxinu. Skoða hvernig hægt er að velja nesti með tilliti til umhverfisins. Nemendur skoða meta matarsóun, hver nemandi reiknar einnig út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Verkefnið hentar 10-16 ára

SJÁ VERKEFNI »
kona horfir til fjalla

Náttúruljóð

Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »