Gjafabréf
Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Öll höfum við áhyggjur af einhverju og þær geta haft mikil áhrif á líðan okkar, Áhyggjutréð hjálpar okkur í því að vinna með áhyggjur okkar. Verkefni fyrir 12-100 ára
Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára
Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og peningar fara í lífsgæðakapphlaupið, þ.e. í eigur, auð og álit annarra. Þannig er hægt að öðlast ýmislegt dýrmætt eins og frelsi, frítíma og orku til að verja í það sem er mikilvægt og veitir hamingju.
Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára
Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.
Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri
Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára
Þetta er verkefni er vinnusmiðja um föt sem kennarar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi unnu með sínum nemendur.
Verkefni þar sem nemendur gera könnun á neyslumynstri nemenda og kennara í skólanum. Verkefni fyrir 12-16 ára
Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 – 16 ára
Skoðum þátt í þáttaröðinni Hvað getum við gert? Um þræla tískunnar, ræðum þáttinn og svörum nokkrum spurningum. Verkefni fyrir 12-16 ára
Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára
Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára
Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára
Verkefni þar sem nemendur læra um niðurbrot efna í umhverfinu, læra um lífræn og ólífræn efni. Gera athuganir þar sem niðurbrot efna er skoðað. Verkefni fyrir 4-10 ára
Verkefni sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá útbúa þau fjölnota box. Verkefni fyrir 2-5 ára
Verkefni þar sem börn fá fræðslu um flokkun og hringrásir efna og læra svo að flokka rétt með því að fara í leik. Verkefni fyrir 3-10 ára
Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.
Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára