Plast í skólastofunni
Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.
Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.
Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.
Plast ógnar heilbrigði hafsins. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert strax í dag.
Verndum lífbreytileikann og opnum hótel. Skordýrahótel veitir fyrir pöddum og smádýrum skjól fyrir veðri.
Hversu margar jarðir kallar lífsstíll þinn á? Hve margar jarðir þyrftum við ef allir væru eins og þú? Kynntu þér málið og reiknaðu út þitt vistspor.
Hvað er loftslagskvíði? Hvað getum við gert? Margir finna fyrir loftslagskvíða. Hvernig getum við brugðist við?
Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni frá Landvernd.
Hvaða fræ verða að trjám? Hvað er birkihnúðmý? Hér eru tilraunir úr smiðju Vistheimtar með skólum um spírun birkifræja.
Verkefni úr smiðju Vistheimtar með skólum um söfnun og sáningu birkifræja. Vistheimt með skólum beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni (lífbreytileika) og baráttuna við loftslagshamfarir.
Verkefnasafn fyrir leikskóla og yngsta stig. Útikennsla, ræktun, lífbreytileiki.
Hvernig kennum við um neyslu? Valdeflandi aðferðir og spurningin hvað getum við gert gegnir lykilhlutverki. Stuttþáttaröð Landverndar um neyslu sýnir hvað við getum til bragðs tekið á gamansaman hátt.
Haustbingó Landverndar samanstendur af fjölbreyttum þrautum sem hver og einn leysir með sjálfum sér. Taktu þátt og njóttu þess að fá ferskt loft og betri tengingu við náttúruna og móður jörð.
Haust: Leikum með lauf og skoðum árstíðabundnar breytingar í umhverfi okkar. Hvernig lauf má finna í okkar nánasta umhverfi? Hvaða trjám tilheyra þau?
Vistheimt með skólum hlaut tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2020.
Landsátak er hafið í söfnun og dreifingu birkifræs. Endurheimt birkiskóga mikilvæg fyrir loftslagið og lífbreytileika á Íslandi.
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru #DÍN gera nemendur útilistaverk. Verkefnið er ætlað nemendum á yngsta stigi grunnskóla.
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni af deginum fá skólar send verkefni til að vinna að.
Steypireyður er stærsta dýrið sem hefur nokkru sinni verið til á jörðinni. Í þessu verkefni skoða nemendur raunverulega stærð steypireyðar. Verkefnið er tilvalið í útnám og útikennslu.
Athafnir manna líkt og bruni jarðefnaeldsneytis hefur valdið hlýnun á jörðinni. Við þurfum að taka höndum saman til að takast á við breytta heimsmynd.
Allir þeir skógar sem vaxið hafa upp á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar hafa því verið birkiskógar því birki er eina skógmyndandi tegundin í íslensku flórunni. Hér finnast þó fleiri tré og runnar eins og gulvíðir, blæösp og reynir en þær tegundir er algengt að finna innan um birkið.