Loftslagsmál

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Hvað eru loftslagsbreytingar? Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar? Af hverju stafa þær? Hvað getum við gert til að sporna við þeim?Hvernig komum við í skólann? Komum við gangandi, hjólandi, á bíl eða með strætó? Hvaða áhrif hafa mismunandi samgöngutæki á umhverfið? En heilsuna? Loftslagsbreytingar og samgöngur eru meðal þema Skóla á grænni grein, landvernd.is
Meðalhiti jarðar, 15°C hentar okkur vel. Þetta hitastig er ákveðnum efnum í lofthjúpnum, gróðurhúsalofttegundunum að þakka. Þær eru meðal annars koltvíoxíð einnig nefnt koltvíoxíð CO2, metan CH4 og vatnsgufa H2O.

Meðalhiti jarðar, 15°C hentar okkur vel. Þetta hitastig er ákveðnum efnum í lofthjúpnum, gróðurhúsalofttegundunum að þakka. Þær eru meðal annars koltvíoxíð einnig nefnt koltvíoxíð CO2, metan CH4 og vatnsgufa H2O.

Án gróðurhúsaáhrifa væri jörðin óbyggileg

Gróðurhúsalofttegundirnar gleypa í sig varma og halda hita á jörðinni, líkt og plánetan okkar væri í lopapeysu. Án þeirra væri meðalhiti jarðar -18°C. Þetta kallast gróðurhúsaáhrif því þetta líkist aðstæðum sem verða inni í gróðurhúsum. 

Hamfarahlýnun er af mannavöldum

Á síðustu 100 árum hefur styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum aukist mikið vegna athafna mannsins. Þá sérstaklega vegna bruna á kolum og olíu til raforkuframleiðslu, iðnaðar og samgangna, minni bindingar koltvíoxíðs vegna gróðureyðingar og losunar metans í landbúnaði. 

Losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum hefur gert það að verkum að loftslagið hefur hlýnað að meðaltali um 0.8°C. 

Stöðva þarf losun frá stóriðju tafarlaust 

Hnattræn hlýnun hefur víðtæk áhrif; hafís og jöklar bráðna, sjávarborðið hækkar, gróður og dýr þurfa að takast á við breytt búsvæði, þurrka og flóð, heimshöfin sem gleypa í sig CO2 súrna eins og sódavatn og má því kalla þessar breytingar loftslagshamfarir.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top