Þú er hér - Category: Þema

Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistsporið mitt

Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á skapandi hátt. Verkefni fyrir 5-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Stjörnubjartur himinn séður neðan úr djúpu gili. Geimskipið.

Geimskipið

Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Margir hlutir í hillu í geymslu. Svarthvít mynd. Hugleiðingar um hluti er verkefni frá Skólum á grænni grein

Hugleiðingar um hluti

Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Fjögur börn ganga með skólatösku á baki og sólhatta.

Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni

Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.

SJÁ VERKEFNI »
Rostungar liggjandi á strönd við hafið. landvernd.is

Rostungar og víkingar

Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum

SJÁ VERKEFNI »
ruslapokar á götu. Hvað verður um almenna ruslið?

Hvert fer almenna ruslið?

Flest sveitarfélög bjóða íbúum og stofnunum, eins og skólum að flokka plast, pappír og lífrænan úrgang. Það sem ekki er flokkað kallast almennt rusl og það er í flestum tilfellum urðað eða brennt. Í þessu verkefni rannsaka nemendur hvað verður um almenna ruslið þeirra. Hvert fer það?

SJÁ VERKEFNI »